Studia Islandica - 01.06.1975, Page 107
105
XI.
SÖGUÞÁTTUR UM CONN OG LUG
Þess var fyrr getið, að meðal keltneskra þjóða hafi verið
mikil trjádýrkun, og því eru tré algeng í lýsingum annars
heims í frásögnum þeirra.1 Sérstök ástæða er að nefna hér
söguna af samtali Conns við guðinn Lug. Vanalega er sá
söguþáttur nefndur á ensku “The Phantom’s Frenzy” (á
írsku Baile in Scáil). Hann hefur það til síns ágætis, að í
frásögninni eru notuð atriði úr því sem kalla má helgisið
úr töku Irakonunga við konugdæmi sínu, en það hugsuðu
menn sér að meira eða minna leyti steypt í mót brúðkaups
konungsefnis og gyðju veldis hans og landsins, og telja má
víst, að drottning hafi að einhverju leyti leikið hlutverk í
þeim helgileik.2 Ætla má, að farsæld lands og lýðs hafi
farið eftir giftu konungsefnis og drottningarefnis; ef út af
bar, var vís óáran; er þetta augljóst í fyrra hluta „Ævin-
týris Arts“, en margt annað styður þetta. Sjálfsagt er „auða
landið“ (á frönsku terre gaste,3 á ensku the Waste land)
í Artúrskvæðum komið af írskvun sögrnn um óáran vegna
þess, að konung eða drottning eða bæði tvö skorti það, sem
Norðurlandabúar kölluðu ársæld, eða höfðu unnið eitthvað
til óhelgi sér.
Áður en farið er að rekja þennan söguþátt, þyldr mér
rétt að bæta enn einu við þessar skýringar. Auðsætt er, að
þegar konungur „gengur að eiga“ veldi sitt, ef svo má að
orði kveða (en það hefur óefað verið persónugert í þessum
helgisið af drottningarefninu), hafa menn hugsað sér, að
land og þjóð kastaði ellibelgnum, ef svo má að orði kveða.
1 Sbr. t. d. Cross F810-11; Patch, Index s. v. tree.
2 Sjá J. Camey: Studies in Irish Literature and History (1955),
bls. 330 o.áfr., E.Ö.S., Skimir 1960, bls. 193-99, sbr. og hér á eftir bls.
157 o.éfr.
3 Sjá Patch, Index s. v. terre gaste o.s.frv.