Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 108
106
Má þá ætla, að drottningarefni hafi í ritúali þessu í fyrstu
verið gerð ljót og illa búin, og hefur það táknað, að land
og lýður væri í eins konar vetrargervi, en þegar konungur
gekk að eiga hana, yngdist hún upp og með henni land og
lýður. Þetta mun upphaf sagnar, sem nokkuð víða hefur
gengið, um mann sem leysir konu úr álögum með því að
sýna henni blíðu eða ganga að eiga hana.1
Nú skal athuga þráð sögunnar af Conn og Lug og gefa
gleggstar gætur að því, sem kann að spegla fyrrnefndan
helgistað.
Sagan hefst á sumarmorgni; Conn konungur er úti í
Tara með drúídum sínum og hirðskáldi. Þá slær yfir þá
mikilli þoku, þeir heyxa til manna og hesta, og áður en
varir, gefa þeir sig fram hvorir við aðra. Konungur og
menn hans voru komnir á víða völlu, og gat þar að líta
kontmgsgarð. Ókunnu mennirnir buðu konungi heim með
sér. Þeir komu þar sem fyrir var gullið tré. Þar var og
hús þrjátíu feta langt með mæniás úr hvítagulli. Þeir
fóru inn og sáu þar unga mey á kristalsstóli, með gullkór-
ónu á höfði. Fyrir framan hana var silfurkerald með horn-
um af gulli. Gullker stóð við hlið hennar, en framan við
hana gullinn hikar. Þeir sáu huldukonunginn sjálfan í há-
sæti sinu, og aldrei sáu menn í Tara svo frábæran mann.
Hann mælti til þeirra og sagði: „Ekki er ég vofa, og
ekki er ég afturganga, en ég hef eftir dauða minn fengið
leyfi til að taka móti virðingu af þér, og ég er af ætt
Adams.“ Siðan rekur hann ætt sína. „Og ég er hér kominn
til að segja þér tíma konungsdóms þíns og allra afkom-
anda þinna, sem ríki munu talca í Tara um aldur og ævi.“
Mærin var konungsveldi Irlands, og hún veitti Conn
snæðing, eitt uxarif og eitt svínsrif. Uxarifið var tuttugu
og fjögra feta langt, átta fet voru frá rifsbug til jarðar.
Svínsrifið var tólf feta langt, en fimm fet frá bug til jarðar.
1 Sjá hér á eftir bls. 158, enn fr. skrár um sagnaminni, einkum
D732; mörg dæmi hjá Cross.