Studia Islandica - 01.06.1975, Page 112
110
Hér á undan hefur leiðin legið frá norrænum til kelt-
neskra þjóða. Það er þá næsta eðlilegt, að í þessum síðasta
kapítula ritgerðarinnar sé enn hugað að hinni sömu slóð
og hinum sömu vandamálum.
Þrítalan er mjög algeng í trúarbrögðum Kelta, og þarf
ekki annað en minna á matres eða matronae, gyðjur, sem
víða má finna merki um í Frakklandi, en einnig i Rínar-
löndum. En mjög algengt er líka þrífeldi þrítölunnar. Á
það hæði við um hluti, tímabil o.s. frv.
Hér skipta þó enn meira máli níu verur í mannsmynd,
hvort heldur þær eru mennskar eða goðverur. Mun ég nú
hyggja nokkuð að því efni.
Pomponius Mela (1. öld) segir svo í bók sinni „De situ
orbis“.
„Eyin Sena í brezka hafinu, andspænis hinni Osismisku
strönd, fræg vegna hins galliska helgidóms síns. Er sagt, að
hofgyðjurnar séu níu að tölu, og eru þær helgaðar ævilöng-
mn meydómi. Þær eru kallaðar Gallicenae (eða, Gallar kalla
þær Senae), og ætla menn, að þær séu gæddar sérstakri
vizku, þær geta æst upp haf og vind með galdraljóðum,
brugðið sér í líki dýra að vild sinni, læknað sjúkdóma,
sem öðrum eru ólæknandi. Þær veita og aðstoð sjófarend-
um, þó þeim einum, sem koma gagngert til að leita hjálp-
ar þeirra.“
Á einum stað getur Strabo um eyju nærri Leirumynni;
segir hann þar vera konur, sem kallist Mamnites, hofgyðj-
ur Díonýsosar. Er þessi fræðsla talin sótt til Posidoniusar.
— Loks segir í ævi Aureliusar keisara, að hermt sé, að
hann hafi leitað frétta hjá drýödum þeim, sem nefnast
Gallicanae, til að fá vitneskju um það, hvort keisaradæmið
varðveittist í ætt hans.1 Ókunnugur maður mundi freistast
til að halda, að hér væri að ræða um vitnisburði um fomar
trúariðkanir, eða þá að minnsta kosti vitni um fomar
1 Þessar tilvitnanir eru sóttar í fyrmefnda bók eftir L. A. Paton:
Studies in the Fairy Mythology of Arthurian Romance, hls. 43-44.