Studia Islandica - 01.06.1975, Page 113
111
sagnir, og væri það raunar nægilegt fyrir það mál, sem
nú verður næst rætt. En það er sú líking sem er með þess-
um frásögnum og efninu í Fjölsvinnsmálum. 1 fomu heim-
ildunum em hofgyðjur, sem hafa likan svip og meyjamar
í Fjölsvinnsmálum: á báðum stöðum er sagt frá mikilli
vizku og forspárgáfu, svo og læknisfræði og töfrakunnáttu.
En nú er næst að líta á aðrar sagnir frá miðöldum, um
Morgan huldudrottningu og meyjar hennar níu. Hér kem-
ur aftur fyrir töfrakimnátta, læknisfræði, forvizka, svo og
hæfileiki að hregðast í ýmsa hami. Elzta heimild, sem segir
frá Morgan, er „Vita Merlini“, eignuð Galfrid af Mon-
mouth. Þar er lýst „Eplaeyjunni, sem nefnist hin farsæla
(Fortunata)“ og gæðum hennar, en síðan segir frá Morgan
og meyjum hennar. Morgan var mikill læknir, hún kunni
skil á grösum. Hún kunni og að skipta um ham og fljúga
í lofti. Systur hennar eru taldar upp, en síðan segir, að
þær björguðu Artúr konungi særðum úr síðustu omstu
hans og fluttu hann til eyjar sinnar til græðslu1
Um Morgan segir síðan í latneskum kvæðum og sögum,
svo og í frönskum riddarakvæðum og sögum, og var hún
og systur hennar harla frægar, og gengu af þeim miklar
frásagnir.
Nafnið Morgan, sem er velskt, en dreifðist siðan með
mörgum þjóðum, hafa menn viljað leiða af Morrígu, eins
konar orustuvætti, sem Irar trúðu á. Um það mál og um
tengsl þeirra systra við aðrar írskar orustugyðjur verð ég
að láta hjá líða að ræða nánar hér.
Sú er skoðun mín, að nægilega margt sé líkt með Morgan
og systrum hennar annars vegar, og hofgyðjunum í Sena
í latnesk-grískum frásögnmn.
Nú mætti vera, að mönnum þætti skorta millihði milli
Morganar og þeirra systra á annan veginn og hofgyðjanna
á eynni Sena á hinn. Mætti þá benda á galdrakerlingamar
níu, sem getið er í velsku sögunni af Peredur; þær kenndu
1 Sjá Paton, fyrrgr. rit, bls. 38-39.