Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 123
121
óbundnu máli, stundum Islendingasögum eða þáttum úr
Noregskonungasögum, en þó miklu oftar eftir riddarasög-
um eða fomaldarsögum. Stundum ortu menn líka rimur
af efni útlendra alþýðurita (Volksbiicher). Og loks fóru
rimnaskáldin stundum eftir munnlegum ævintýrasögum
eða þjóðsögnum.
Auðvitað gat oltið á ýmsu, hve vandlega rímnaskáldin
fylgdu heimildum símun. Stundum styttu þau, en stundum
bættu þau við. Sú hefur verið skoðun flestra, að í Sveins
rimum hafi efni verið óvenjulega mikið aukið.
Árni Magnússon, hinn mikli handritasafnari, eignaðist
eintak af rímunum (ÁM 615 n 4to), en síðan lét hann gera
og gerði sjálfur ágrip af efni þeirra (nú geymt á sama stað).
Á eftir ágripinu er skráð sú tilgáta Árna (að því er ætla
má), að Kolbeinn hafi ort Sveins rímur eftir munnlegri frá-
sögn gamallar ritaðrar sögu, og því er bætt við, að hann
hafi „kannske og aukið sumstaðar í efnið úr sínu höfði“.
Hjá Espólín1 segir, að Kolbeinn muni hafa „diktað sjálfur
efni sem feiknalegast ok sendt Brynjúlfi biskupi ok þegið
fyrir 10 dali“. Þetta er tekið upp nærri orðrétt í þætti Gísla
Konráðssonar af Kolbeini (JS 302, 4to). Fullkomin er sögn-
in loks hjá Sighvati Grímssyni Borgfirðingi (d. 1930). Segir
þar m.a., að Brynjólfur biskup hafi hitt Kolbein á vísitazíu-
ferð um Vesturland. „Er mælt, að biskup hafi skorað á Kol-
bein að yrkja rimur af einhverri þeirri sögu, sem hann
hefði aldrei heyrt, en það efni hefur naumast verið auðvalið,
er biskup þekkti ekkert; kvað þá Kolbeinn rímur af Sveini
múkssyni og sendi Brynjólfi biskupi; en heyrt hef ég, að
biskup hafi gefið honum 10 hundruð í Brimilsvöllum, en
ekki 10 dali, og þar var Kolbeinn síðast, og mun hann hafa
dáið þar.“2 Það hlaut því að verða eitt af verkefnum mín-
um í þeirri rannsókn á rímunum, sem ég gerði 1948, að
reyna að komast að þvi, hvort Kolbeinn hefði farið eftir
skráðri sögu eða sagðri. Nú er tilvist slíkrar ritaðrar sögu
1 Árbækur Islands VII, 1828, bls. 103.
2 Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, V, 252—53.