Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 124
122
kunn á 16. öld, því að þá skrifar Vigfús sýslumaður Jónsson
á Kalastöðum, að hann hafi lánað tilteknmn manni 1569
sögubók, og var þar á Dámusta saga og frá Sveini múksins
syni.1 En Ámi Magnússon heftn- ekki komizt yfir þá sögu.
Athugun min á margvíslegum atriðum í sögunni leiddi
til þeirrar niðurstöðu, að vissulega væri í rímunum farið
eftir ritaðri sögu; hitt mætti deila um, hve nærri skáldið
hefði farið þeirxi heimild sinni. Eins og sjá má af orðum
míntrm í innganginum 1948, var ég þó lengi mjög á báðum
áttum, hvort hér hafi verið bætt svo sérlega miklu við, og
hvort sagan hafi í öndverðu orðið til við samtíning sagna-
minna, eða hvort hitt væri heldur, að farið væri að miklu
leyti eftir einni heimild. Verður það helzta viðfangsefni
þessarar ritgerðar.
II. EFNI SVEINS RÍMNA MtJKSONAR
Sveins rimur múkssonar skiptast mjög greinilega í fjóra
hluta, og er hver öðrum ólíkur að efni og blæ.
Fyrsti hluti (1.—3. ríma) er ákaflega ýkjukenndur, en
ef glöggt er gætt, er hér margt sem minnir á alþýðuævin-
týri seinni alda, og helzt tilteknar sögur, einkanlega þær,
sem hlotið hafa númerin 301 og 650 í ævintýraskrá Aames
og Thompsons. Sagt er frá ungum manni, Sveini, syni fá-
tækrar stúlku og munks (múksson merkir: munkssonur).
Sveinninn var borinn út, en síðan saug hann hind og ösnu
og lifði svo af. Ef litið er á rannsókn Friedrichs Panzers á
þessu efni í riti hans um Beowulf, má finna, að hér er margt
fima líkt.2 Hinn ungi maður verðm* geysilega sterkur. Á
ferð sinni út í heim hittir hann tvo menn, Melandus og
Ergius, og glímir við þá og ber í bæði skiptin hærra hlut.
Hann rífur upp tré og fleygir þvi miklu lengra en hinir, og
fylgja þvi miklar kynjar. Svo koma þeir félagar að auðri
1 Islenzkt fombréfasafn XV, 341.
2 Sjá Studien zur germanischen Sagengeschichte I, Beowulf, 1910.