Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 125
123
b°rg og setjast þar að. Þar gerast lík atvik og í ævintýri
Grimms „Dat Erdmánneken“, og vinnur Sveinn einn þeirra
gestinn. — Vert væri, að þeir, sem rannsaka þessi ævintýri,
gæfu gætur að rimunum; þetta er þó býsna gamalt vitni
um þau.
Nú kemur annar hluti rimnanna (3.—12. r.). Þeir fé-
lagar koma á ferð sinni til Miklagarðs og fá þar góðar við-
tökur. Kóngurinn er nefndur Sergíus, en Sólentar dóttir
hans, hverri konu fríðari. Nú koma næst atvik, sem minna
á frásagnir svo sem þær eru í Karlamagnússögu og öðrum
slikum riddarasogum. Mexm úr Serkjalöndum með blá-
mönnum í liði sínu koma að biðja dóttur Miklagarðskóngs
fyrir sinn konung, en að öðrum kosti heita þeir að fara með
her á hönd honum. Auðsjáanlega er gert ráð fyrir, að Mikla-
garðsmenn séu kristnir, og rekst það á síðari sagnir rimn-
anna, en samkvæmt þeim á kristnitaka þessara landa ekki
að hafa orðið fyrr en síðar. Hinsvegar eru Serkir hund-
heiðnir og trúa á Maumet og Mahon, og jafnvel Apolló
og Astaroth. — Frásögn þessa kafla mirmir á chansons de
geste. Fátt er hér sérstaklega einkennilegt, nema ef vera
skyldi skepnan „hýrená“ (o: hyena), sem kynni að vera
runnin frá villusögum um hestinn Bukephalos, sem Alex-
ander átti.1 Annað einkennilegt er hér, talað um að „vígja
val“, sem virðist merkja að vekja upp dauða menn.2
Að þriðja hlutamnn verður komið innan stimdar.
Fjórði hluti rímnanna (18.—23. rima) er enn öðruvísi,
með helgisagnablæ. Sveinn, sem þá er orðinn keisari, ríður
oft á veiðar, og hittir þá einn eftir annan, Sankti Merkúrius,
Sankti Demetrius og Sankti Michael, og á Sveinn tumiment
við þá, hvem fyrir sig. En síðan fer Sveinn með Michael
erkiengli til Paradísar. Hér er margt sem minnir á sögtma
af för Ossíans inn í hinn heiminn, en um leið blandast
hér við frásagnir líkar þeim í Eiríks sögu víðförla, svo að
1 Sjá t.d. George Cary: The Medieval Alexander, ed. by D. J. A.
Ross, bls. 48, 247 (og xiii).
2 Sbr. Sveins rimur múkssonar, Formáli, xli, og bls. 281.