Studia Islandica - 01.06.1975, Page 128
126
inn og brenna.1 Var hún harla máttfarin, en Kórant hressti
hana á víni.
Nú segir konan þeim deili á sér, að hún heitir Claudía,
dóttir Askleifs konungs, sem ræður Indíá. Hafði hún orðið
fjTÚr álögum stjúpu sinnar, sem hún hafði eigi viljað þýð-
ast; mælti stjúpan svo um, að hún skyldi ekki úr þeim
komast, nema maður yrði til að kyssa hana þrjá kossa.
Heita þau Kórant síðan hvort öðru tryggðum. Sveinn segir
nú frá fyrirætlun sinni að hitta Karhnn grá, en Claudía
ræður honum að reyna fyrst að vinna Járnhöfða risa.
Að svo búnu fara þeir félagar frá Claudíu, þangað til
J>eir koma að fjöllunum, þar sem Karlinn grái hafði að-
setur. Koma þá móti þeim risarnir með jámstafi í höndum.
Sveinn spyr Kórant, hvort hann vilji heldur eiga við Jám-
höfða einn eða hina ellefu, en hann velur síðari kostinn.
Sveinn berst þá við Járnhöfða og vinnur hann, en gefur
honum líf. Drepa þeir siðan þá risa, sem Kórant hafði ekki
unnið.
Jámhöfði segir Sveini nú af Karlinum grá, líkt og Claudía
hafði gert. Hann benti honum og á tuminn og kvað hann
smíðaðan úr góðum viði. Jámhöfði segir og, að Karlinn grái
megi ekki af kóngsdóttur sjá, svo unni hann henni mikið.
Hann beri lykil að hellinum í hnda sér.
Nú verður það ráð þeirra, að þeir fara fyrst að gröfiimi
(dyflizunni), þar sem Valvin er fanginn, og frelsa hann;
hafði hann verið sveltur í átta nætur og var mjög mátt-
farinn. Þessu næst býr Sveinn sig til að hitta Karlinn grá.
xv. Sveinn gengur nú að tuminum, en honum var svo
háttað, að ýmist lagðist hann niður að jörð eða lyftist hátt
á loft. Þar svaf Karlinn grái irmi og hrærðist hvolf og gólf
af svefnlátum hans. Þegar tuminn dróst niður, hljóp Sveinn
1 Samkvæmt íslenzkum ýkjusögum og ævintýrum reyna álaga-
manneskjur oft móti vilja sínum að hindra uppfyllingu þeirra skilyrða,
sem geta leyst þá úr álögunum; þess vegna reynir álagakonan að
gripa haminn á siðasta augnabliki.