Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 134
132
samning við þig,“ mælti Kúhulín. „Á þessu átti ég von,
ræfils-tuskan! Heldur en ekki hræðist þú dauða þinn.“ Kú-
hulin hljóp þá að honmn og veitti honum þvílíkt högg, að
höfuðið stökk upp í ræfur Rauðu greinarinnar, svo að húsið
lék á reiðiskjálfti. Kúhulín þreif upp höfuðið og lamdi það
með öxinni, svo að það brotnaði í smá mola. En karhnn reis
upp eigi að siður.
Morguninn eftir skyggndust menn í konungshöllinni eft-
ir Kúhulín til að sjá, hvort hann forðaðist karlinn, eins og
hinir kappamir höfðu gert. Þeir sáu, að honum var þungt
í hug, og réttast mundi hafa verið að fara með dánarkvein
yfir honum, og þeir héldu, að lífi hans mundi ljúka, þegar
karlinn kæmi. Þá mælti Conchobor: „Forðastu að hitta
hann!“ 1 „Það sver ég við skjöld minn og sverð, að ég fer
ekki fyrr en ég hef uppfyllt sáttmálann, því að nú ber dauð-
inn að dyrum, en hann er betri en að lifa við skömm.“
Þeir voru þar um náttmál, og sáu þá karlinn nálgast.
„Hvar er Kúhulín?“ sagði hann. „Víst er ég hér,“ sagði
harrn. „Þú berð halann ekki bratt í kvöld, vesalingurinn;
þú hræðist dauðann. En þó að þú óttist hann, kemst þú ekki
undan honum.“ Kúhulín gekk þá til hans og teygði hálsinn
á höggstokknum. En stokkurinn var svo mikill, að hálsinn
náði ekki nema hálfa leið yfir hann. „Teygðu hálsinn, ræf-
illinn," sagði karlinn. „Þú ert að kvelja mig,“ sagði Kúhulín,
„dreptu mig þegar í stað. Ekki kvaldi ég þig í gærkvöldi.“
„Sannlega sver ég,“ mælti Kúhulín, „ef þú dregur mig á
þessu, þá skal ég gera mig eins langan eins og trönu yfir
þér.“ „Ég get ekki drepið þig,“ svaraði karlinn, „stokkur-
irm er breiður og þú hefur stuttan háls og stutta síðu.“
Þá teygði Kúhulín hálsinn svo mjög, að vaxinn mað-
ur hefði getað komið fæti sínum milli hverra tveggja rifja,
og þar kom, að hann náði með hökunni út af stokkn-
um. Karlinn hjó svo mikið högg, að öxin nam við ræfur
1 Sbr. Thurneysen, bls. 461: „Conchobor sucht ihn (Cúchullainn)
abzuhalten“.