Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 136
134
M: „Múllinn beizlislausi“ (La mule sans frain), franskt
kvæði runnið frá *0.
P: Perlesvaus, frönsk frásögn, runnin frá *0.
H: Humbaui, franskt kvæði, runnið frá *0.
S: Sveins rímur múkssonar, ríma 13—17.
Sagan af CúRoi í höll konungsins í Olaðstír er kynleg og
skemmtileg, frásögnin fjörleg og spennandi. Tekur hún um
það fram rímum Kolbeins. Á hinn bóginn er efnið mjög
sæmilega varðveitt hjá rímnaskáldinu, og flest af því, sem
á milli ber, varðar ekki meginatriði. Merkasti munurinn er
sá, að CúRoi er að reyna þolrifin á þremur köppum, og að-
eins einn þeirra stenzt þrautina, en í öllum öðrum heimild-
um, sem mér eru kunnar, rímunum, frönsku kvæðunum og
því enska, er gert ráð fyrir einum kappa, sem skorað er á.
Annar munur á írsku sögunni og rímunum er þessi: Gest-
urinn stingur upp á, að hann skuli fyrst höggva höfuðið af
kappanum, en hann tekur þvi fjarri, og verður gesturinn þá
að taka hinum kostinum, að kappinn skuli fyrst afhöfða
hann. Þessu er sleppt í rímunum (einnig í hinu irska til-
brigðinu „Uath mac Imomain“, sjá hér á undan bls. 129) og
smnum frönsku kvæðunum, en haldið í öðrum. I enska
kvæðinu er því frásagnarminni sleppt, sjálfsagt vegna fram-
haldsins, sem það rækist á, ef haldið væri. En þetta tel ég
ekki mikilvægt; þetta er, eins og ég tók fram, frásagnar-
minni; slík koma oft fyrir t.a.m. í íslenzkum stjúpmæðra-
sögum, eða er sleppt; þess háttar smáatriði geta verið
skemmtileg í munnlegri frásögn, en varða ekki meginatriði,
og má hlaupa yfir þau, án þess að sagan gjaldi þess verulega.
En ef hugað er vandlega að ættarskrá heimildanna, enska
kvæðisins og hinna frönsku, er eins og ljósi sé varpað yfir
allt þetta mál. Óhugsandi virðist, að efni rímnanna sé sótt
í nokkura eina þeirra. Eins og getið var í fyrri rannsókn
minni (í formála rimnaútgáfurmar), er unnt að finna eitt
atriði úr efni rímnanna í einu af frönsku kvæðunum eða Sir
Gawain, en næsta atriðið finnst þar ekki, heldur í einhverju