Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 140
138
gefa honum sem ástmey hvaða konu sem hann kunni að
kjósa, eða þá þær allar. En hann hafnar með kurteislegri
festu og biður hana að fara aftur til herbergis síns og biðja
fyrir sál Caradocs!1
En víkjum nú aftur að Sveini múkssyni. Vitaskuld efaðist
Sergíus konungui- ekki um, að risanum hefði verið mesta
ánægja að drepa Svein; hann var ekki eins og hinn gestur-
inn, sem vildi reyna manndóm kappans. Og vitaskuld
reyndi konungur að kaupa Sveini líf. En þá reynist það, að
þó að Karlinn grái hefði gjaman viljað drepa Svein, þá var
honum þó enn meira í mun að nema kóngsdóttur á brott, og
þá er komið að síðara parti þriðja hluta rímnanna.
En áður en hann er tekinn til athugunar, þykir mér rétt
að líta yfir farinn veg. Fyrst af öllu: hve einkennilegt það
er, að efnisatriði íslenzka textans í skránni hér á undan
(bls. 135—36) svara furðu vel til írsku sagnanna og til þeirra
kvæða á frönsku og ensku, sem minnst munu hafa breytzt.
Eins og fyrr var getið, hafði mér áður komið til hugar sú
leiðsögutilgáta, að sagnir af CúRoi hefðu borizt til fslands
á landnámsöld, — slíks em dæmi, — og síðan hefði verið
bætt við efnum héðan og handan að. En ég er nú efins um
það. Sveins rímur em, held ég, nær írsku sögunni en nokkur
önnur varðveitt heimild. Hér er svo margt líkt, jafnvel í
smáatriðum, svo mörg minni hin sömu, að ofangreind skýr-
ing fer að verða ólíkleg. Varla hefði farið hjá þvi, að breyt-
ingamar hefðu orðið meiri í munnlegri geymd, þar sem
ekki gat komið til sá stuðningur, sem leiðir af mikilli út-
breiðslu sagnanna, því að hvergi sér merki írsku sögunnar
á íslandi í fornöld. (Þetta kallaði Walter Anderson: „die
Selbstberichtigung der Volkserzahlungen“.) En ef gert væri
ráð fyrir, að *0 hefði verið ögn nær í en Kittredge hugsar
sér, ykjust við það möguleikar skriflegrar hjálpar við varð-
veizluna. Mætti þá spyrja, hvort sagan af Sveini múkssyni
væri ekki einhvers konar þýðing. Nöfnin Valvin, Escorant
o.fl. mundu þá mæla með því, að sú þýðing hefði verið úr
1 Kittredge, bls. 29—30.