Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 141
139
ensku, frönsku eða latínu. — Ef menn skyldu setja það fyrir
sig, að þessi ímyndaða erlenda frumsaga er ekki varðveitt,
þá má minna á, hve mikið af handritum ensku og frönsku
kvæðanna eru aðeins varðveitt í einu handriti. Það má
kalla tilviljun, að það eina handrít skuli vera varðveitt. —
Annars mun þetta mál tekið til athugunar í lok þessarar
ritgerðar.
V. LEITIN AÐ KÓNGSDÓTTUR
En höldum nú áfram með rímurnar. Auðsætt er, að fyrri
kafh þríðja hluta þeirra fjallar um sömu efni og írskir menn
höfðu í sögum um CúRoi. Væri hugsanlegt, að sama máh
gegndi um síðara kaflann?
Nú er vitað, að sögur, aðrar en þær, sem enn hefur verið
minnzt á í þessari ritgerð, gengu um CúRoi, þar á meðal
frásögn af brottnámi kvenna. Mætti þá athuga, hvort þvi-
lík saga kynni ekki að vera skyld frásögninni um hrottnám
Sólentarar kóngsdóttur af hálfu Karlsins grá.
í bók Thurneysens, þeirri sem fyrr var nefnd, eru ágrip
tveggja gerða frásagnar þeixrar, sem nefnist „Aided Con-
Roi“, þ.e. Dauði CúRois. Fyrri gerðin („Aided ConRoi I“)
er varðveitt í handriti frá 16. öld, en Thurneysen telur, að
gerðin muni vera frá 8. öld.1
Sagan hefst á því, að ókunnur maður nemur brott Blá-
thine (nafnið merkir „smáblóm“, Thmmeysen), dóttur
Conchobors konungs, og veit enginn, hver hann er, nema
CúRoi, sem hún fellir hug til. En þessi maður er raunar
Echde Echbél, sem átti heima í Aird Echde (shr. Epidíon
akron hjá Ptolomeusi; það var á Skotlandi). Hann átti þrjár
forláta kýr, auk annarra kostagripa. Þær syntu yfir til Ir-
lands og voru þar á beit á daginn. Nyt þeirra fyllti daglega
stóran eirketil (sem tók 60 sextarii mjólkur). Mönnum í
ÍJIaðstír líkaði ekki beit kúnna í landi sínu og reyndu að
1 Thumeysen, bls. 666. Geta skal þess hér í eitt skipti fyrir öll, að
um faðerni hennar er mikil ringulreið í heimildum, sjá bls. 145.