Studia Islandica - 01.06.1975, Page 143
141
Miklagarðskeisara í Karlamagnússögu. Á öðrum stöðum
virðast galdrar valda snúningnum, og er hann J>á feikna
hraður og til þess ætlaður, að enginn ókunnugm: komist
inn í kastalann.1 Hvorttveggja er kunnugt í íslenzkmn
kynjasögum. Salur Menglaðar í Fjölsvinnsmálum bifaðist
á „hrodds oddi“.2 Eðlilegt er að hugsa sér, að tum Karlsins
grá í Sveins rímum erfi hreyfingar sínar frá köstulum sem
sagt var að snerust. En Islendingi hefur þótt eðlilegra, að
turn sveigðist til, heldur en hann snerist eins og kvamar-
steinn.
I rímunum er lýsingin á höll Karlsins grá á þessa leið
(xv, 15—20):
16. Lýtur nýtur lægðist tirminn
lágt á jörð;
ýkjast rikmn af því firnin
yfrið hörð.
17. Á grundu stundum hefst upp hærra
húsið það;
snillin stillir skilning skærra
skjótt í stað.
18. Syrpu irpu svartur niður
sefur þar í;
hvölf og gólfið hrærist viður
af harki því.
19. Þegar dregur herlegt hús
sig heldur niður,
1 Stith Thompson: Motif-Index of Folk-Literature, nr. F771, 2, 6
o.s.frv. (hér eftir er vitnað til þessarar bókar „Thompson"). — Geta
má þess, að kastali, sem snýst, kemur fyrir í „La mule sans frain“
(Kittredge, bls. 42), en það er nokkuð algengt í frönskum kvæðum,
og kann þetta því að vera tilviljun.
2 Önnur dæmi hjá Margaret Schlauch í Romance in Iceland, 1934,
hls. 158 o.áfr. Sbr. hér að framan bls. 100-01.