Studia Islandica - 01.06.1975, Page 144
142
þangað sprangar furðu fús
sá falda viður.
20. Rekkur gekk í loftið læst,
þar loddarinn svaf,
losaði flosa lukkusmæstum
lykilinn af.
Á öðrum stað er lýsing Jámhöfða risa á hreyfingu turns-
ins (xiv, 76—80), og kemui- hér allt í einn stað niður:
76. Sagði jötun: „Sjáðu hér með sæmdarsmíði
gildan tum úr góðum viði;
grind mun læst á hvörju hliði.
77. Tálkni líkur valinn viður víst er seigur
ei mun brotna ágætlegur,
á þó bendist marga vegu.“
VI. FJÖREGG RISANS
„Karlinn grái“ svarar til CúRois, en um hann segir í
„Veizlu Bricriu“, að þegar hann hafi komið í höll Concho-
bors, hafi hann verið í „schabiger, dunkler Kleidung".1
Á öðrum stöðum kallar Thumeysen CúRoi einfaldlega
„Graumantel“ eða „manninn í gráa möttlinum“ eða því
um líkt.2 Má þá kalla, að nafnið „Karlinn grái“ sé hin
sæmilegasta þýðing.
1 Thumeysen, bls. 460.
2 Sjá Thumeysen, bls. 441, 443, 445. Þetta er í „Aided ConRoi
ir ‘, sem Thumeysen (440) segir vera í handriti fré 12. öld. Sbr. enn
fremur R. S. Loomis: Celtic Myth and Arthurian Romance, 1907, bls. 56,
og R. M. Smith í Joumal of English and Germanic Philology, 45. bindi,
bls. 6.