Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 145
143
Nú má halda áfram sögunni af dauða CúRois. Kúhulin
kemst að, hver það var, sem lék hann (og aðra kappa í tJl-
aðstír) svo grátt, og fer til kastala hans. CúRoi er ekki
heima, en Kúhulín hittir Bláthine. Þau höfðu þekkzt áður,
og ann hún honum. Fær hann talið hana á að veita sér hjálp
til að drepa GúRoi. En hún segir honum, að CúRoi hafi trú-
að henni fyrir því, að lax nokkur kæmi sjöunda hvert ár í
lind eina þar í grennd, og hefði hann gullið epli eða kúlu í
maga sínum, og væri líf (fjör) CúRois í kúlunni; sé ekki
unnt að kljúfa hana nema með sverði hans. Hún lofar að
vera á verði um komu laxins og að taka hann, og skyldi þá
Kúhulín koma með lið sitt.
Nú líða sjö ár, síðan Kúhulín var á fundi hennar, og má
þá sjá, að laxinn er kominn í lindina, og veiðir hún hann.
Þá nótt koma kappar frá Olaðstír norðan til Cathair Con-
Roi. CúRoi ver sig með grjótkasti. En hann missir sverðs
síns (eflaust er það Bláthine, sem veldur þvi, og Kúhulín
klýfur síðan eplið í laxinum). Jafnskjótt þver megin Cú-
Rois; hann varar við að trúa honum fyrir leyndarmálum,
og deyr síðan.1
Þessi lýsing líkist nokkuð svo þvi sem sagt er stundum í
ævintýrum seinni tíma. Konan í bústað risans er fús til að
hjálpa óvini hans. En það er þó ekki svo auðvelt. Oft eru
miklar varúðir hafðar í frammi til að koma í veg fyrir, að
nokkur maður fái færi á að komast yfir hlutinn, sem geym-
ir líf risans; stundum er hann þá innan i öðrum hlutum eða
dýrum, stundum eru hindranimar líkt og kínverskar öskj-
ur, þar sem ein er í annari, eða þá langvega f jarlægðir tor-
velda þeim sem eftir sækir. 1 ýmsum íslenzkum sögum,
sem virðast fornar að efni, er hluturinn egg, sem gctur verið
einfaldlega í kistu, o.s.frv. Til þess að drepa þann, sem fjör
sitt á i egginu, er oft nóg að brjóta það, en stundum er til-
tekið, að kasta skuli því á enni hans, eða brjóst, eða þá
tiltekinn hluta hússins (svo sem þröskuldinn). Stundum
1 Thurneysen, bls. 434.