Studia Islandica - 01.06.1975, Side 147
145
þráðurinn vanalega svipaður þvi, sem nú var tjáð, en sum
kynjaminni (snúningur virkisins, fjöreggið) hverfa þar.
Geta má þess, að hin brottnumda kona er í flestum heimild-
inn (líka mjög fornum) nefnd Bláthnat og er talin dóttir
Menns kommgs yfir Fir Falgæ, þ.e. Manarbúum1, eða Polls
(Puills) mac Fidaig.2 Ekki virðist mér þurfa að rekja mis-
mun hinna yngri frásagna, með þvi að efni Sveins rimna
er skyldast hinum elztu („Aided ConRoi I“, „Veizla Bri-
criu“).
VII. AÐRAR FURÐUR
Hér á undan er sagt nokkuð frá fjöreggi risans. Á öðrum
stöðum var lýsing á tumi hans; enn fremur segir í rímunum
nokkuð frá þeim firna auði, sem hann réð fyrir, og er svo að
sjá sem hann hafi tekið féð af risunum tólf, sem hann kúgaði
til þjónustu við sig.
Á ýmsum stöðum segir, að Karlinn grái búi í háum fjöll-
um. I sambandi við það er nánari lýsing í staðháttum þar
sem fjöreggið var geymt. Fyrst skal litið á lýsingu álaga-
kommnar Claudíu á þessu landslagi (xiv. 25—29):
25. Fjörið hefur fólgið sitt í fjalli stærsta.
Móður hans er myndin versta,
mun það verma skessan hlessta.
Finns Jónssonar, 1932, bls. 282), að það væri mál manna, að Haraldur
konungur harðráði og María dóttir hans hafi eins manns fjör átt bæði.
Likt þessu segir sumstaðar um skessur tvær eða fleiri, að þær sprungu,
þegar grandað var fjöreggi þeirra; sjá enn fremur „Stein der gleichen
Lebenszeit", Thurneysen 299. — Orðin „bindini lifandi manna“ í I.
Samúelsbók 25, 29 hafa orðið James Frazer tilefni til rannsókna á
sviplíkmn átrúnaði fornþjóða og frumþjóða sem þeim er kemur fram í
fjöreggssögunum; — sjá James Frazer: The Golden Bough XI, 106; sami
höf.: Folklore of the Old Testament (Abr. ed.) 269.
1 Thurneysen 437 o.s.frv.
2 Thurneysen 436 o.s.frv. Önnur nöfn Iuchna 441, Caithmenn 443.
10