Studia Islandica - 01.06.1975, Page 150
148
Til samanburðar við þetta landslag má benda á lýsingu
í Sigurgarðs sögu frækna. Þar segir, að þrír fóstbræður
skyldu sækja hesta Ingigerðar drottningar í Taraciu, uxa
hennar, og egg í hólma einn. Á leiðinni ræðst Hlégerður
tröllskessa á þá: „Knútur hjó til hennar, en hon varð at
kráku ok fló upp. Höggið kom á vænginn, ok tók af henni
vænginn. Fló hon þá til norðurættar ok hvarf þeim skjótt.
Þeir fóru nú eptir blóðdrefjunum . . .” Nokkru síðar segir
af för Knúts, þegar hann var orðinn einn: „Vatn eitt var
skammt í burtu þaðan; þar var í ey ein mikil. Hann sér,
hvar maður rær í steinnökkva; hann var fylgjumaður Hlé-
gerðar ok hét Gipar.“ Nú berjast þeir, og tókst Knúti að ráða
niðurlögum hans. Tók hann þá gaddakylfu Gípars, „en
síðan sté hann á nökkvann ok reri til eyjarinnar, gekk á
land ok litaðist um. Hann sá hól einn hávan með fögrum
grösum; þangat gengur hann. Hann finnur þar á glugg.
Hann setur gler fyrir augu sér; hann sér, hvar krákan lá
á mikilli dyngju; hann sá, af henni var vængurinn. Hann
tók þá í posa kellingar ok sáði inn í glugginn því, sem þar
var í; fell þá svefn á krákuna. En síðan fór hann inn í hól-
inn; hann tók um háls krákunni og snaraði hana úr háls-
liðnum í millum handa sér. En í hennar fjörbrotum varð
svo mikill landskjálfti, at undrum gegndi.“ — Knútur tekur
sér nú eld og gekk til dyngju krákunnar og rubbar henni
upp allri. „Finnur hann eggit ok lætur koma í posa kerling-
ar.“ Undir dyngjunni var ormur einn, og átti Knútur við
hann á leiðinni yfir vatnið aftur.1
Nokkuð svipað er landslagið, þar sem móðir Andra jarls
dvelst samkvæmt eldri gerð rímnanna af honum. Þar segir,
að hún dvelst í eynni Dímon, einhverstaðar í úthafinu, og
er bústaður hennar hellir. Ekki er þar getið um fjöregg,
hvort sem það kann að hafa verið í sögunni, sem eftir er
farið, eður eigi, en um þetta bil lýkur rímunum. (Þær
1 Sigrgarðs saga frækna, Late Medieval Romances V, Editiones
Amamagnæanæ, Series B, vol. 24, 1965, bls. 81 o. áfr.