Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 152
150
getið í rimunum, en þar segir, að hestur sá, sem Jámhöfði
gaf Sveini var hvítur, en hafði rauð eyru og rauða höm. Frá
honum segir svo (xv. 41—43):
41. Stór var jór, á fæti frár
og fríður sjónum,
hpur, óhnipinn, litur er klár
á landsins frónum.
42. Heyrnar eyrna hans var skjár
og hömin rauð,
toppur sloppinn tagl og brár,
hann tæmir auð.
43. Söðuls glöðum sýndist klæði
samið í mát,
ístöð vís og beizlið bæði
böls með grát.
Enn víðar er hestsins getið í rímunum, og er hann því
óefað úr sögunni, sem Kolbeinn fór eftir.
Engin merki finn ég þess í minnaskrá Cross, að hvítir
hestar með rauð eyru komi fyrir í fomirskum heimildum.
En í riddarasögum og kvæðum eru þeir algengir, svo og í
brezkum (velskum) heimildum.1 Þætti mér líklegast, að
hesturinn í rímunum sé kominn inn í söguna utan Irlands,
í umhverfi þar sem menn sögðu sögur af slíkum hestum.
Skrautið á reiðtýgjum hestsins kann að vera í ætt við skraut-
gimi riddaratímans.
1 Sjá Ulrich von Zatzikhoven: Lanzelet, transl. hy Kenneth Web-
ster, Revised and Provided with Additional Notes and Introduction by
R. S. Loomis (1951), bls. 127—28, sbr. bls. 224—28, (tilvitnanir til þess-
arar bókar hér á eftir Lanzelet); sjá ennfr. Loomis: Arthurian Tradition,
Index of subjects s.v. Horse, supernatural. 1 brezkum (velskum) sögum
er getið hunda með sömu litum.