Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 153
151
VIII. BROTTNÁM KVENNA
Þegar síðari kafli þriðja hluta rimnaflokksins er borinn
saman við hinn fyrra kafla, verður þvi ekki neitað, að meira
ber á milli rímnanna og írsku heimildanna. Þó er megin-
þráðurinn svipaður (brottnumin kona leyst úr höndum
galdrakarls), en auk þess eru nokkur eftirtektarverð minni
svipuð, þó að lítils háttar mismunar kunni að gæta í mótun
þeirra.
Saman við þennan meginþráð er fléttað hér ýmsum
sagnaefmnn, svo sem í fyrsta lagi fangelsun Valvins og í
öðru lagi þvi minni, sem vanalega er kallað „Loathly Dam-
sel“, þ.e. „konan viðbjóðslega“ (sjá nánar bls. 157 o.áfr.),
og loks sögnin af Ríkoni risa. I heimildum á írsku máh þarf
víst ekki að leita nafns Valvins; það heyrir til Artúrskvæða,
og er rétt að víkja að þvi efni sérstaklega.
Sögnin af brottnámi kóngsdóttur í þeim frásögmnn, sem
hér eru til umræðu, mun vera runnin að miklu leyti frá
keltneskum sögnum af goðsagnaverum, og er þar sagan af
Bláthine eða Bláthnat og CúRoi vitaskuld langnæst vorri
sögu. Bláthine er miklu framkvæmdasamari að steypa CúRoi
í glötun en Sólintar er gagnvart Karlinum grá, og líkist
hún þar kóngsdóttur ævintýra síðari alda (í sögunni Aarne-
Thompson nr. 302). Vmsar aðrar konur voru numdar á
brott í irskum sögum, en ekki virðist þörf á að rekja það,
því að CúRois-sögnin er fullnægjandi frumheimild fyrir
Sveins rimum hér. En geta má þess, að með Bretum (Wales-
húum) gengu sagnir af brottnámi kvenna, og er þar lang-
frægust sagan af Gwynhywer, drottningu Artúrs konungs.
Komust sagnir af hrottnámi hennar inn i Artúrskvæðin.
Hefur Gertrude Schoepperle gert skrá yfir þær mörgu brott-
námssögur.1 Og af því að í rímunum segir, að Valvin hafi
1 Sjá Tristan and Isolt, A Study of the Sources of the Romance, New
York University, Ottendorfer Memorial Series, nr. 4; 1913, II, bls.
529. Sbr. Loomis: Arthurian Tradition, Index of subjects, s.v. abduction
of woman.