Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 160
158
þekkt víðar, en ekki held ég það sé algengt í frönskmn
heimildum.1
Þá eru hamskipti kommnar skýrð með álögmn stjúpu,
sem var vanalegt ráð til að skýra ósköp þau, sem komu fyrir
kóngsdætur eða kóngssonu.2
Nú skal nefna einkennilegt atriði í lýsingu Claudíu í
rímunum. Þar segir svo (xiv, 17—24):
17. Gríðurin digra gladdist þá og gjörir so ræða:
„Þú ber makt og frægð so fríða
fram yfir aðra þegna blíða.
18. Karhnn gráa kominn ertu með kappi sigra.
Honum er ekki háðuglegra
harkatröll né þeygi fegra.“
19. Fregnar hann: „Hvör fræddi þig á ferðmn mínum?
máttu kynna mér með greinum
mest frá þessum jötni einum?“
1 Dæmi, sjá Myles Dillon, The Cycle of the Kings, 1946, bls. 38—
41, sbr. bls. 13, önnur dæmi nefnd bls. 38; og hjá Loomis: Celtic Myth,
bls. 286 o.áfr.; skrár yfir sagnaminni, nr. D732 (Thompson, Cross,
Gerald Bordman (Motif-index of the English Metrical Romances,
1963, FFComm. nr. 190) og Boberg). Allmörg dæmi frá Stóra-
Bretlandi: Chaucers Wife of Bath’s Tale (í Cantebury Tales), Gower
í Confessio amantis; önnur dæmi: The Marriage of Sir Gawain, dans-
kvæðið King Henry; sbr. og skozki dansinn Kemp Owyne. Nokkur
gömul dæmi frá Islandi: Hrólfs saga kaka (Fomaldar sögur Norðr-
landa, I, bls. 31—32); Grims saga loðinkinna (sama rit, II, 143—52);
Þorsteins saga Víkingssonar (sama rit, II, 432 o.áfr.); sbr. Hjálmþérs-
saga ok Ölvis (sama rit, III, 473 o.áfr.); — þessi dæmi munu öll vera
frá því um 1300 (hið fyrstnefnda e.t.v. eldra) og styðjast að mestu
við munnlegar frásagnir. — Margaret Schlauch hefur bent á nokkur
svipuð dæmi frá siðmiðöldum og yngri, sjá Romance in Iceland, bls.
101, 132 o.s.frv.; — sbr. ennfr. Vambarljóð (Isl. þulur og þjóðkvæði,
46 o.áfr.), Hyndluljóð (sama rit, 65 o.áfr.), Hyndulrimur; Ólandssögu
(Lbs. 551, 4to, 62. kap. o.áfr.). Sbr. E.Ó.S.: Um islenzkar þjóðsögur 81.
Gott yfirlit hjá J. R. Reinhard: The Survival of geis in Mediaeval
Romance, 1933, einkum bls. 345 o.áfr. (sbr. 332 o.áfr. „fier baiser".).
2 Sbr. Loomis: Celtic Myth, bls. 300.