Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 162
160
X. RISINN RÍKON
Þá er að víkja að risanum Ríkon. Hann lagði kapp á,
líkt og Kvillanus blesi (Ögmundur Eyjólfsbani) i Örvar-
Oddssögu, að krefja konunga skeggs þeirra og hafa það í
kápu handa sér. Ríkons er getið þegar í bók Galfrids
(Geoffreys) af Monmouth: Historia regum Britanniae, sem
talin er „gefin út“ í öndverðu milli 1129 og 1138 (Tallock).
Þar er hann nefndur Ritho. I brezkum (velskum) heimild-
um enn eldri kemur nafn hans líka fyrir, og mjög oft líka
í kvæðum, sem yngri eru en rit Galfrids (Rion, Ris o.s.frv.).
Sem von er til, kemur frásögn af honum fyrir í Bretasögum,
sem er þýðing á riti Galfrids, og þá í myndinni Ríkon.
Mætti vera, að hér hefði t (Riton) verið lesið sem c (Ricon).
Kynni nafnmyndin „Ríkon“ þá að benda á, að hér væri
að ræða um áhrif Bretasagna á Sveins sögu múkssonar.
Væri það þá því líkt sem efnið hefði aukizt á Islandi.
f Sveins rímum er söguhetjunni eignuð hólmgangan við
risann, en Bretasögur eigna það frægðarverk Artúri kon-
ungi sjálfum.
XI. MANNANÖFN
Þá er að athuga önnur nöfn í rímunum.
„Karlinn grái“ er óefað þýðing á tilsvarandi nafni á
ensku, frönsku eða latínu. Og í öndverðu komið úr irsku.
Sergíus Miklagarðskeisari kemur inn í rímumar í fyrra
helmingi þeirra, og er hann ekki látinn deyja fyrr en litlu
eftir að hann hefur fengið Sveini hálft ríkið á við sig. 1
hvaða heimild nafn hans er sótt, er óljóst.
Óljóst er mér líka um nafn söguhetjunnar, því að þar
eru ýmsir kostir, en enginn þeirra svo líklegur, að úr skeri.
Auðvitað svarar hann í þriðja hluta rímnanna til Kúhulíns.
Ókunnugt er mér, hvaðan nafnið Kórant á skjaldsveini
Valvins er komið. Að vísu er það kunnugt, en þá um aðra