Studia Islandica - 01.06.1975, Side 165
163
XII. *SVEINS SAGA MtJKSSONAR
I fyrri ritgerð minni um efni Sveins rímna múkssonar
(í formála 1. bindis Rita Rímnafélagsins) var dregið ýmis-
legt fram í dagsljósið, sem máli skiptir rnn sögu efnisins. 1
þetta sinn skal reynt að grafast enn lengra eftir þvi.
1) Frásögn Kolbeins í rímunum —, á ég þar bæði við
efni og orðfæri, — hlýtur að standa töluvert nær heimild
sinni, sögunni, en fræðimenn, með Árna Magnússon í
broddi fylkingar, höfðu hugsað sér fram undir útgáfu rímn-
anna.
2) Nauðsynlegt er að átta sig vel á því, hve efnið er
sundurleitt. I. „fjórðungm-“ eða hluti rímnanna líkist al-
þýðuævintýrmn síðari tíma og er mjög í ætt við söguna
um „sterka strákinn“ (Aame — Thompson nr. 650 og 302);
— II. hluti er skyldur efni Karlamagnússögu eða þess konar
kappakvæða („Chansons de geste“); — sá III. minnir á hin
kynjafyllri Artúrskvæði; og loks er sá IV. með glöggum
trúarlegum blæ.
3) Þó að efnið sé sundurleitt, em nokkur atriði, sem
tengja „fjórðungana“ saman, og skal hér til nefna, að aðal-
hetjan er ein frá upphafi til enda; að Sólentar kemur líka
við alla „fjórðunga" verksins, og loks kemur hesturinn
hvíti, með rauð eyru og höm, fyrir, svo sem það sé sjálf-
sagt, bæði í þriðja og fjórða hluta rímnanna.1 Öefað má
finna fleiri dæmi þess, að brúaðar séu gjárnar milli fjórð-
unga rímnanna.
Það sem nú var greint frá, virðist fyrst og fremst sýna,
að hér sé að ræða um fjögur söguefni, en líka að einhver
maður hafi tengt þau saman, og verður að játa, að það sé
lauslega gert. Er það sjálfsagt í síðasta lagi sá, sem ritað
hefur söguna á vom máh.
4) Nú fer varla hjá því, að fæstum mönnum muni þykja
álitlegt að fullyrða, hve marga áfanga sé rétt að hugsa sér
1 Sjá xv, 44; xvii, 29;, xix, 50.