Studia Islandica - 01.06.1975, Side 178
176
þetta er sá s.s. mer, og breyti ég því í mær, ef það er þá
breyting, en ekki hagræðing réttritunar. 1 3. vísuorði er
óefað ritað dulat í handritinu, á Ijósan blett í skinninu, og
blekið er hér svartara en ella, þessu orði kann að verða
að breyta í dular, eins og margir hafa viljað. Liklegt er,
að skrifari hafi ekki skilið vístma.
Fyrri hehningur er þá samkvæmt þessu:
Hneggi ber ek æ ugg,
ótta hlýði mær drótt,
dána vek ek dular mey,
drauga á kerlaug.
Ég tek vísuna svo upp: „Hneggi ber ek æ ugg“: ég ber
ævinlega ugg í hjarta. „Mær drótt hlýði á kerlaug drauga
ótta.“ ÍJr því að Þór er kallaður ótti jötna, gjafmildur mað-
ur ótti gulls eða ormvengis og annað því um líkt, eldur er
birkis ótti, konungur er rándróttar ótti, þá hlýtur að mega
kalla Óðin drauga ótta, þvi að vissulega var ástæða til, að
draugar óttuðust Óðin: hann átti alls kosti við þá, þeir
urðu að hlýða honum, hann gat vakið þá upp, og það hefur
ekki alténd verið þægilegt. Um það er gott vitni í Baldurs-
draumum, þar segir, að Óðinn hafi vakið upp völvu í hel-
heimi:
Nam hann vittugri
valgaldr kveða,
unz nau8ug reis,
nás orð of kvað:
„Hvat er manna þat
mér ókunnra,
er mér hefr aukit
erfitt sinni?
Var ek snivin snævi
ok slegin regni