Studia Islandica - 01.06.1975, Side 184
182
jarl og Hallur, eða ekki. — 1 Háttalykli þessum eru tíu
vísur með hnepptum háttum, mest alhneppt.
Hitt Háttatahð er eftir Snorra Sturluson; kvæðinu mun
hann hafa lokið 1221—22, og litlu síðar má ætla, að hann
hafi skrifað hinar merkilegu skýringar við það. Virðist mér
nauðsynlegt að lita á þær skýringar, sem Snorri hefur ritað
um þá bragarháttu, sem ég hef kallað hneppta háttu. Þetta
orð hef ég dregið af háttanöfnunum hálfhneppt og alhneppt,
og þótti mér ekki í því eins mikil fullyrðing um upprun-
ann, ef svo má segja, og ef hættirnir hefðu verið kallaðir
„stýfðir“ hættir án nokkurs fjrrirvara. En nú skal líta á,
hvað Snorri hafi til þessa máls að leggja.
f Háttatali Snorra er hvað eftir annað gert ráð fyrir, að
bætt sé við vísuorð samstöfu, einni eða fleirum (sjá kimbla-
bönd í Háttatali, 59-61), svo og, að af sé tekin samstafa,
og kallar Snorri suma slika háttu „stúfa“, sjá 49-51. v.
Háttatals. Þar er eitt erindi til að sýna, hversu ein lína
hvors vísuhelmings sé stýfð, þ.e. tekin áherzlulaus samstafa
aftan af í 4. og 8. vísuorði, annað erindi með stýfðri 2.,
4., og 6. og 8. línu (tvístýft), en í þriðja dæmi eru öll vísu-
orð stýfð, um þetta segir Snorri svo: „Hér eru öll vísuorð
stýfð. Þessir hættir, er nú eru ritaðir, eru greindir í þrjá
staði, því at menn hafa ort fyrr svá, at í einni vísu var
annarr helmingr stýfðr, en annarr helmingr tvístýfðr, ok
eru þetta háttaföll; sá er inn þriði, er alstýfðr er, því at
hér eru öll vísuorð stýfð.“
Því miður segir Snorri minna en vér vildum af þessum
stýfða kveðskap. Hvers vegna talar hann ekki um kvæði,
heldur aðeins vísur? Var það ef til vill af því, að aldrei
hafi verið ort nokkurt kvæði með þeim stýfðu háttum, sem
hann talar þarna um, heldur aðeins tilraunavísur, dæma-
vísur um hugsanlega háttu. Því að það er í sannleika ósenni-
legt, að kvæði hafi nokkru sinni verið ort undir svo vél-
rænum háttum sem stúfum þessum, en vegna hragfræði
sinnar þurfti Snorri vitanlega á þess konar dæmum að