Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 187
185
vísuorði ok tvær aðalhendingar ok lúkask báðar i einn staf
ok allar hendingar hnepptar.“
Snorri segir, að allt sé eitt: stýft og hneppt, og svo fer
hann með þessi orð. Það kynni að vera, að hneppt hefði
í öndverðu átt frekar við það, þegar numin voru brott
áherzlulaus atkvæði inni í vísu, en varla verður það þó
sannað.
Snorri gerir hiklaust ráð fyrir „stýfingu“ atkvæða til
að skapa nýja háttu. Visindamanni, sem uppi er á þeim
tíma, þegar bragfræði hefur verið iðkuð öldum saman,
finnst viðbót atkvæða eða brottnám þeirra („stýfing“ eða
,,hnepping“) ofboð eðlilegt fyrirbrigði. En fyrr á dögum er
ekki víst, að svo hafi verið, þá réð formtilfinningin einber
mestu, ekki lærdómurinn. Er mér nær að halda, að vís-
vitandi hreyting formsins eigi miklu minni þátt í tilorðn-
ingu þessara hátta (og margra annara fomhátta) en mönn-
um er oft gjamt að hugsa sér. Ég nota orðið „stýfing" af
því að í því felst lýsing á fyrirbrigði: því að einkvætt
áherzluatkvæði í vísuorðslok fær eins og meira magn en
tvíkvætt orð með áherzlulausri endingu, það er, ef svo má
segja, snöggara á laginu. „Stýfing" og „stýft“ merkir því
ekki í mínum munni, að í raun og veru sé hér áherzlulaust
atkvæði höggvið hrott, frummynd eða fyrirmynd hragarins
hafi i sannleika verið lengri. Hitt er skoðun min, að hinir
fyxri bragfræðingar (og oft siðari tíma líka) hafi skapað
sér eins konar hugsæilega mynd líka hinum algengustu
háttum, t.d. dróttkvæðu, hrynhendu, sem vitaskuld enda
vanalega á -x, og þegar hnigatkvæðið vantaði og línan var
styttri en vant var í slíkum kvæðum, þá hafi þeim orðið
á að hugsa sér, að hér hafi áherzlulaust atkvæði raunveru-
lega og vísvitandi verið stýft af. En þó að svo væri, að
slikt ætti sér stað, einkum eftir að lærdómur i bragfræði
hefði aukizt með einhverri þjóð (eða þjóðum), þá þykir
mér líklegt, að meira megi sín en mönntun er gjarnt að
hugsa nýjar tegundir flutnings kvæða, ný sönglög eða
sönglandi, árekstur ljóðs og lags, tónlistarkunnátta, aðkom-