Studia Islandica - 01.06.1975, Side 188
186
in trúarbrögð með nýju hátterni í ljóðaflutningi og svo al-
menn áhrif ókunnra bragarhátta og sönglaga annara þjóða.
Óefað má stundum greina timabil fágunar og önnur, þegar
menn láta vaða á súðmn.
Nú skal hyggja nánar að hnepptum háttum, og verður
þó hálfhneppt og alhneppt haft þar að undirstöðu. Gott er
að taka sem dæmi Ólafs drápu sænska eftir Óttar svarta,
af henni er nokkuð til, og hún er snemma á ferðinni:
1. Jöfurr heyri upphaf,
ofrask mun konungs lof,
háttu nemi hann rétt,
hróSrs síns, bragar míns.
2. Vísi tekr víg-Freys
víst austr munlaust,
aldar hefr allvaldr,
óskvíf, gótt líf.1
5. Braut, en breki þraut,
borS, óx viðar morð,
meðr fengu mikit veðr,
mfó, fyr ofan sjó.
Ef athuguð er lengd þessara vísuorða, er auðsætt, að
eina áherzlulausa samstöfu vantar aftan við hvert vísuorð
miðað við dróttkvætt, og er það stýfingin sem Snorri kallar.
Aimars er augljós mikil tilbreytni í lengd vísuorða, þau
eru stundum sex atkvæði, stundum fimm, stundum fjögur.
Ef litið er á sæmilega löng brot kvæða, kemur hið sama
1 Vera má, að 2. vísulieiminginn megi taka svo upp: Vísi (konungr)
tekr ósk-vif vig-Freys (jörðina, landið, sbr. biðkván Þriðja, en Víg-Freyr
um Óðin, sbr. Sigtýr, Hroptatýr, böðvar Týr, hjaldrgoð, Val-Gautr,
„vér köllum Óðin eða Þór eða Tý, ok hvern þeira, er ek nefni tíl, þá
tek ek með beiti annars ássins ok get ek hans verka nökkurra, þá eignask
hann nafnit, en eigi hinn er nefndr var“ (Snorri)) ; munlaust (án ástar)
eða mun(d)laust (án mundar), allvaldr aldar hefr gótt líf.