Studia Islandica - 01.06.1975, Page 189
187
fram. Bendir það þá á, að greiningin hálfhneppt, alhneppt
sé verk bragfræðinga og síðar til komið. Þetta er í raun-
inni sami hátturinn, enda hvað innan um annað í sama
kvæðinu. Með tímanum greinist þetta, en allmikið frelsi
ríkir alla tíð tun það í reynd, en um leið festa um megin-
atriði, svo að hátturinn er gæddur furðulegum töfrandi
andstæðum, og helzt það lengst af eða kannske alla tíð,
meðan menn yrkja eftir honum.
Þá er að grennslast eftir hljóðfalli og málfyllingu brag-
arins.1 Auðsæ er hin svo kallaða „stýfing“, endingalausu
orðin í vísuorðalok, sem veita vísunum afl og sjálfstæði,
alveg eins og hæfilegt frelsi í atkvæðatölu veitir mýkt.
Eduard Sievers heldur því fram í bragfræði sinni „Alt-
germanische Metrik“ (1893, 113 og 242), að undirstaða
alhneppts háttar sé - - j - og skyldur því hlýtur þá
hálfhnepptur háttur að vera, en um „schema“ hans, þ.e.
hljóðfallskerfi hans, segir Sievers: „dessen betonung im
einzelnen nicht sicher ist“. Aftur á móti telur E. A. Kock,
að luynjandinn sé -x (x) (x) | x Skal ég játa það hrein-
skilningslega, að ég skil ekki skýringu hans, og á skýringu
Sievers eru miklir annmarkar. Efa ég ekki, að báðir hafa
þeir rangt fyrir sér. Stuðlar geta í fornum norrænum kveð-
skap aðeins lent á risum, atkvæðum með fullri áherzlu, en
ef að er gáð, lenda þeir í hnepptu háttunum jafnt á þeim
atkvæðum, sem Sievers telur hafa aukaáherzlu sem á hin-
um, sem hann telur hafa aðaláherzlu. Eins og síðar mun
sýnt gjör, hljóta að vera fjögur ris í braglínu þessara hátta.
Sú virðist og niðurstaða Heuslers,2 og hef ég áður fallizt
á þá skýringu, svo og á það, að þessir hættir væru „hneppt-
ir“ úr hrynhendu.3 En ýmsir annmarkar eru þó á þvi, að
1 Með „málfyllingu" á ég við það, hvemig „básar“ bragarins ern
máli fylltir. Snorri hefur það um smáyrði, en orðið er svo haganlegt
um það fyrirbrigði, sem hér er um að ræða, að ekki er unnt að standast
freistinguna að viðhafa það svo sem hér er gert.
2 Deutsche Versgeschichte, I, 306-08.
3 Sjá íslenzkar bókmenntir í fomöld, I, 133.