Studia Islandica - 01.06.1975, Page 190
188
hnepptir hættir séu komnir af hrynhendu, svo sem „stýf-
ingin“ og málfylhngin, sem er alveg einstök. Skal nú
hyggja nánar að þessum efnum.
Til hægðarauka má hafa hneppta visu prentaða á blað.
Framan við hverja áherzlusamstöfu er skástrik, og koma þá
ofan frá og niður eftir raðir, og hefjast þær á risum. Raðim-
ar má tölusetja framan frá og nefna þær fyrstu, aðra, þriðju
og fjórðu röð. Er þetta þá líkt og grind með 8 láréttum lín-
um og f jórum lóðréttum; risin eru þar sem línumar skerast.
Nú skal líta aftur á vísuna, sem Eyrbyggja eignar Bimi
Breiðví kingakappa:
1. röð 2. röð 3. röð 4. röð
/Sýld-a /skar-ek (skar’k) /svan-a /f old
/súð-um /því at (því’t) /gæi- /brziðr
/ást-um /leidd-i /oss /fa st
/ausí-an /með /hlað-it /fl aust
/víð-a /gat ek (gat’k) /vás- /búð
/víg- /1 undr /nú um /st und
/hell-i /bygg-ir /hug- /íullr
/hing-at /fyr /konu /b ing.
Svo sem fyrr var sagt, eru skástrik framan við hvert
áherzluatkvæði. Feitt letur merkir höfuðstafi og stuðla, en
skáletm- merkir hendingu: skáletrun samhljóða einna
merkir skothendingu, skáletmn sérhljóða + samhljóða
merkir aðalhendingu.
Nú skal hyggja að röðunum fjóram, sem liggja lóð-
rétt niður eftir blaðinu. Er þá heppilegt að líta fyrst á
fjórðu röð, þá sem er allra öftust í vísunni. f henni
er vanalega einkvætt orð, „stýft“ sem kallað er. Atkvæði
þessi era oftast löng (t.d. fold, brúSr), en þó stundmn stutt
(t.d. sal, ör), og er það sama fyrirbrigði sem alþekkt er
úr fomyrðislagi, þegar vísuorð þess endar á einkvæðu orði.
Stundum nær samsett orð yfir tvær síðustu raðir, og er