Studia Islandica - 01.06.1975, Page 191
189
fyrri liður þess í þriðju röð, en hinn síðari í fjórðu. Senx
von er til, er síðari liður samsetta orðsins þó gæddur nokk-
urri áherzlu og tekur t.a.m. hendingu, ef svo ber undir,
enda lendir síðari hending í þessum háttum ævinlega í
fjórðu röð (þetta svarar til þriðja riss í dróttkvæðum hætti).
En ekki getur þessi síðari liður orðs tekið á sig stuðul (sama
í dróttkvæðu).
Dæmi eru þess í hnepptum háttum, að ekki sé um sam-
sett orð að ræða í fjórðu röð, heldur orðstofn með viðskeyti,
svo sem „fullting drottning“ í Máríukvæðinu „Jöfur gefi
upphaf“ (24). Ýmis önnur dæmi eru um það, að tvö sam-
sett orð taki yfir heilt vísuorð, sem er þá „alhneppt“ að
skoðun Snorra, sbr. t.d. „ósvipt húnskript“ í 78. v. Hátta-
tals. Vitaskuld eru þá aðeins fyrri liðir þessara samsettu
orða færir að bera stuðla, en báðir liðir geta horið hend-
ingar.
Áður en horfið er frá fjórðu röð í hnepptum háttum,
mætti spyrja, hvort „stýfing“ síðasta vísuorðs hafi tíðkazt
mikið í fomnorrænum kvæðum. Því verður að svara neit-
andi. I dróttkvæðum hætti og hrynhendum endar vísuorðið
skilyrðislaust á -x. 1 háttum, sem að einhverju leyti em
skyldir fornyrðislagi, gegnir ekki alveg sama máli. Þar
bregður einkvæðu áherzluorði við og við fyrir í lok hrag-
línu. Ef athugaðar em áherzlutegundir í fornyxðislagi sam-
kvæmt kerfi Sievers, en þær eru fimm, þá eru einkvæð
áherzluatkvæði aðeins í tveimur þeirra (B og E). Ef litið
er á upphaf Völuspár, kemur í ljós, að þar em aðeins 15
dæmi um áherzluatkvæði í línulok í eitthvað 176 vísuorð-
um. Þetta sýnir, að norrænir menn hafa á engan veg sótzt
eftir slíkum línulokum, og sama má segja um aðrar ger-
manskar þjóðir, meðan þær héldu sínu forna kveðskapar-
lagi. Nokkuð öðm máli gegnir um Höfuðlausn Egils, enda
mun hún ort undir áhrifum latnesks rímkveðskapar á Bret-
landseyjum. Það sem nú hefur verið sagt, er gott að hafa
að leiðarljósi hér á eftir. En hverfum nú að eðli hinna
annara raða hnepptra hátta.