Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 193
191
ingu stuðla, sem er breytileg. Kalla má, að í norrænum
kveðskap með tveimur risum eða þremur sé enn allt auð-
velt, en undir eins og risin eru orðin fjögur, vandast mábð.
Kemur þá til skjalanna regla Þjóðverjans Philips Schweit-
zers.1 Þarf fyrst að grípa til hennar við tilkomu hryn-
hendu, en sama regla drottnar í hnepptmn háttum og síð-
an í öðrum íslenzkum kveðskap með löngum vísuorðum.2
Stuðlasetning þeirra er sem nú skal greina:
a. Stuðlasetning 1—3.3 Líklega er þessi skipun
algengust i hnepptxun háttum, og kann ég ekki að segja,
hve oft slíkt ber við í kvæðum fyrir 1300. Áður gat ég
þess, hve margt færi saman til að efla 1. röð, en vitaskuld
eru þó hljóðstafirnir (stuðlarnir) í upphafi vísuorða lang-
mikilvægastir. En nú fær 3. röð líka sinn stuðul, og verð-
ur þá 2. röð svo sem í klofa þar á milli. Má því kalla, að
þrengt sé að henni úr báðrnn áttum, og mun það skýring
þess, hve mikið er þar um áherzlulítil atkvæði (sjá neðan-
málsgrein næstu blaðsíðu hér á xmdan).
b. Stuðlasetning 2-3. Lítið er um þessa stuðla-
setningu fyrr en á Sturlungaöld, en ástæða þess mun vera
sú, að svo lítið er varðveitt af eldri dæmum háttarins. Sjá
má þó, að hún hefur verið kunn á dögum Orms Steinþórs-
sonar (41 Því at hols hrynbáls), eitt eða tvö dæmi eru í
vísu Gunnars (3 á Birni bilgjarn, 7 þetta þótti þjóð gótt),
og í Háttalykli finn ég sex dæmi (12a3 er mér sagt sögu-
ligt, 12b3 þvi at hild[ar hyr-galdr], 39a7 skaut gramr geð-
framr, 39b almr rauðs[k] (h)ræ bauðsk; 15a7 í geira glym-
skúr, 15b7 í branda brakvind) um stuðlasetninguna 2-3.
Loks koma 20 dæmi eða svo fyrir í kvæðinu „Jöfur gefi
upphaf“,4 en í því eru 33 vísur, svo sem fyrr var sagt.
1 Sjá Islenzkar bókmenntir í fornöld, I, 130-31.
2 Sjá Jakob Jóh. Smári: Isl. málfræði, 2. útg., 1932, bls. 141 o.áfr.
3 Með orðunum stuðlasetning 1-3 er átt við, að stuðlamir lendi á
1. og 3. risi. Með sama móti er orðalag stytt hér á eftir (um 2. og 3.,
3. og 4. ris.
4 25, 3», 5, 8«, 93, 103, 11«, y 133, 5, 1835 5, 213, 243, 5, 285, 293,
303, 31S, 323