Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 195
193
Loks eru í Máríuvísunum („Jöfur gefi upphaf“) dæmi
þess, að fyrsta röð sé rýrð að magni vegna áherzlu síðari
raðanna, sem þá hafa stuðlasetninguna 2-3 eða 3-4.1
Nú er vitaskuld fjarri því, að málfylling í öllum dæm-
um Máríukvæðisins um þá rýmun í 1. röð, sem talin eru
upp neðanmáls, sé alltaf með sama móti. Eitthvað 13 sinn-
um koma hér fyrir miðlungs áherzlmnikil orð, sem fylla
sinn sess nokkuð svo,2 en svo sem á 14 stöðum eru einhver
hin veigamestu orð. Þess er áður getið, að orð sem gátu
haft bragarmál, hafa kannske stundum verið án þess; virðist
ekki hafa sakað í málfyllingu þessara hátta hvor leiðin var
farin.
Þess var getið hér að framan, að viðurhendingar í hneppt-
um háttum væru jafnan í fjórðu röð og ykju afl hinna
„stýfðu“ orða. Aftur á móti er frumhendingin miklu oft-
ast á fyrstu röð. Eitthvað 50 dæmi eða vel það hef ég
fundið þess, að frumhendingin sé í annari röð. En ekki
hef ég veitt því athygli, að hendingar væru saman í þriðju
og fjórðu röð. Skipun skothendinga og aðalhendinga er
óregluleg hjá Óttari miðað við dróttkvæðan hátt, en í öðr-
um hnepptum kvæðum meir við hæfi. Lengi hefur það
þó getað komið fyrir, að fyrsta vísuorð gæti verið hend-
ingalaust, eða þá aðalhent.
Taka skal fram, þó að þess gerist varla þörf, að saman-
burður afls hendinga og hljóðstafa sýnir hér sem ella í
dróttkvæðum, að hljóðstafirnir mega sín meira.
Athugun sú, sem hér hefur verið gerð, bendir á, að
fjórar rishæfar raðir séu í hverri vísu þessara hátta, þó að
ekki séu þær alltaf fylltar jafn-áherzlumiklum eða veiga-
1 Dæmi: 33 í heimi horskr maðr, 4T ok 'rauða’ rannskíðs, 63 ok
mætri sik snót, 9:! enn súða snarmeiðr, 103 með auði ilrjóð, 11® til
brullaups hrynsvells, 133 við keyri kafþjórs, 135 en heilög hringsól, 183
ok eyðask ástúð, 213 en augum almþollr, 217 ok reyni sú sýn, 24® með
blíðum brynmeið, 24T at boetir vel vitr, 285 ef landa lífstund.
2 Dæmi (stuðlasetning 2-3 eða 3-4): 25, 35, 75, 85, 8T, 185, 245, 293
303, 313, 315, 323, 335.
/
13