Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 202
200
fram við þessa breytingu, og áhrif brottfalls þessara áherzlu-
lausu atkvæða á bragarháttu þeirra þjóða. Enn má nefna
tilvist málhvíldar, sem vel má hafa haft áhrif á sköpun
nýrra bragarhátta síðar meir. Allra þessara fyrirbrigða gæt-
ir í tilorðningu hins fomgermenska bragar, og væri nánari
samanburður á þessum hliðstæðu breytingum þvi merki-
legur. En ég hverf nú frá þessum efnum. 1 raun og veru
virðist uppnmi írsku háttanna ekki skipta öllu máli um það
efni, sem hér ræðir um: tilorðningu norrænu hnepptu hátt-
anna, heldur varðar mestu um eðli þeirra braga, sem tíðk-
uðust á írlandi á næstu öldunum fyrir víkingatímann og á
fyrstu öldum hans.
Ég hef þegar getið þess, að Myles Dillon minntist á hryn-
bundinn kveðskap á Irlandi á sjöundu öld. Nú skal rekja
þá slóð ögn lengra. Árið 1967 kom út bók eftir þá David
Greene og Frank O’Connor: „A Golden Treasury of Irish
Poetry A.D. 600 to 1200“. Hér taka þeir upp (bls. 137—39)
sumarkvæði eitt, sem hefst á orðunum „Tánic sam“, sem
síðar verður vikið nánar að, og kveða svo að orði: „Allar
vísur nema hin fimmta og hin síðasta eru fimmkvæðar með
þremur þróttmiklum áherzluatkvæðum í lok hvers vísuorðs,
og má syngja þær undir laginu „The White Cockade“; hin
eru sexkvæð, og líkist bragur þeirra valsi.“ („All the verses
but the fifth and last are in the five-syllabic metre with
three strong beats at the end of each line, and can be sung
to the tune of ‘The White Cockade’; the others are in a six-
syllable metre that resembles a walz“).
Ég læt hjá líða hugleiðingar um nútíðarlög þau, sem
nefnd eru, en áherzluatkvæðin þrjú í lok vísuorðs minna
hins vegar mjög á hneppta háittu! Var þar eins og dyr væru
mér opnaðar.
Þessi bending þeirra Greenes og O’Connors varð til þess,
að ég fór að skyggnast af enn meira kappi eftir öðrum
skyldum irskum háttum, og fann ég þar sitt af hverju.
Hér var að ræða um kveðskap, sem hlaut að teljast
nokkum veginn hrynbundinn og þar sem reglan um at-