Studia Islandica - 01.06.1975, Page 203
201
kvæðafjölda var rofin. Kuno Meyer1 hafði reynt að betrum-
bæta atkvæðatalninguna, en gestur í fræðunum mundi
freistast til að spyrja um fyrirætlun skáldsins sjálfs og
hvort hann væri í flokki þeirra manna, sem létu sér aðeins
annt um tölu atkvæða, en ekkert um hrynjandina. Hæpið
er að fara að leiðrétta kvæði, sem skáldið vildi ef til vill
hafa einmitt svona. Og það er ekki víst, að hin reglulega
hrynjandi þess sé nein tilviljun. Það kann að vera í flokki
þeirra kvæða, sem Myles Dillon víkur að og telur hryn-
bundin. Auðsæ er liking þess við norræna hneppta háttu.
Þrjú síðustu áherzluatkvæðin, sem David Greene talar um,
svara til þriggja síðustu raðanna i hnepptum háttum, en
fyrstu atkvæðum írska háttarins mætti líkja við fyrstu röð-
ina í þessum norrænu háttum.
í fyrrnefndri bók Kuno Meyers birtir hann vorkvæði
(vanalega kallað „Cétamon“ á írsku), sem talið er skylt
simiarkvæðinu, sem áður var minnzt á. í þessu kvæði er
atkvæðatala í vísuorði ennþá óreglulegri. Aftur reyna
ágætir vísindamenn að betrumbæta kvæðin, og aftur
vaknar hjá gestinum grunur um það, hvort skáldið atliyll-
ist sömu reglumar um fjölda atkvæða.2
Þegar hér var komið, barst i hendur þeim, sem þetta
ritar, ný rannsókn um þessi efni eftir prófessor James
Camey.3 Verða hér á eftir gefnar gætur að þeim atriðum
þeirrar ritgerðar, sem helzt varða rannsókn vora.
Eins og nafn ritgerðar James Carneys ber með sér,
fjallar hún fyrst og fremst um þrjú írsk fomkvæði: I. Sét
no tíag, II. Cétamon, og III. Tánic sam. öll þessi kvæði
telur Carney hrynbundin (accentual), með frjálslegri at-
1 Sjá t.d. Four Old Irish Songs of Sumrner and Winter, 1903, bls.
5-2 7.
2 Sjá t.d. Gerard Murphy: Early Irish Lyrics, 1956, bls. 233-34,
o.s.frv.
3 Three Old Irish Accentual Poems, Ériu 22 (1971), hls. 23 o.áfr.