Studia Islandica - 01.06.1975, Page 204
202
kvæðatölu. Meginsjónarmið hans kemur greinilega fram í
þessum orðum. „Þegar atkvæðatala í gömlrnn rimuðum og
mjög stuðluðum kvæðrnn er ójöfn, svo að slíkar ójöfnur
verða ekki lagfærðar með vanalegum útgáfuaðferðum á
sarmfærandi hátt, hlýtur slíkt að vekja gnm um, að kvæðið
sé hrynbundið (accentual). Það er augljóst, að atkvæðatala
þessa [þ.e. I.] kvæðis er óregluleg, enda getur engin hug-
vitsemi útgefanda komið til leiðar slíkri samræmingu at-
kvæðanna, að traust megi á hafa11.1 Carney viðhefur svip-
uð orð um hin kvæðin tvö.
Sem dæmi hrynbundinna hátta í irsku vel ég III. kvæðið
hjá Camey (“Tánic sam”), 2. vísu (I. kvæðið er dálitið frá-
brugðið að hrynjandi í vísuorðalok, í upphafi II. kvæðis
virðist villa í handriti). Hún er á þessa leið:
Canaid cuí ceal mbinn mbláith
díambi súan sáim séim
lengait éoin cíuin crúaich
ocus daim lúaith léith.
Gaukurinn galar inndælan, mjúkan söng, sem veitir sæt-
an svefn. Fuglamir hlaupa til kyxrlátrar hæðarinnar, og
fljótir gráir hirtir stökkva. (Hér er farið eftir þýðingu próf.
Cameys.)
Menn beri írska textann t.d. saman við bls. 186 hér að
framan, en hafi um leið í huga, að langt atkvæði má í
norrænu að jafnaði „leysa upp“ í ^x.
1 írska textanum má sjá, að orðunum er hér raðað í brag-
línur að hætti fyrri bragfræðinga; geta má þess, að Carney
skiptir hverri slíkri braglínu í tvö málsefni (“phrases”), en
orð hans um þetta efni sýna þó, að hér er ekki um djúpstæðan
mun að ræða (hann talar um málhvíld “after the second
phrase”). Aðferð mín stefnir að því einu, að auðsærri verði
líking írsku og íslenzku braganna.
1 Sama rit, bls. 24.