Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 205
203
Auðséð er, að atkvæðatala í vísuorði er hér breytileg, og
segir Krrno Meyer,1 að hún sé í þessum kvæðum fjórar
til sjö samstöfur í vísuorði (Camey segir, að í útgáfu
Meyers séu tvær ferkvæðar línur, níu sexkvæðar og seytján
fimmkvæðar). Þessi óregla í fjölda atkvæða á sér full-
komna hliðstæðu i hnepptum háttrnn. Þá er að minna á
það, sem fyrr var sagt: Þeir Greene og O’Connor telja
hvert vísuorð i þessrnn hrynbundnu kvæðum enda á þrem-
ur þróttmiklum áherzluatkvæðum, og mun hið síðasta jafn-
an einkvætt, eins og í síðustu röðinni í hnepptum háttum.
Mjög oft mun næsta áherzlusamstafa á undan vera ein-
kvæð, og svarar það þá til þriðju raðar (annarar aftan frá)
í hnepptum háttum (eða ^x). Og í upphafi hraglinu
mun fyxsta samstafa oft vera með áherzlu. Svarar þetta
allt þá nokkum veginn til raðanna í hnepptum háttum.
Enn skal geta þess, sem Carney hefur bent á, að það
beri æði oft við, að orð sem í mæltu máli eru áherzlurýr,
fái nokkra áherzlu vegna stöðu sinnar í orðaröðinni. Dæmi
hans em mörg, en ég sé ekki, að gagn sé að því, að telja
þau upp í þessari ritgerð, en þau svara vitanlega til áherzlu-
litilla orða, sem lenda í risum hnepptra vísna.2
Þá skal geta þess, að menn hafa að vonum reynt að tíma-
setja þessi kvæði. James Camey hallast þar að heldur eldri
tíma en Kuno Meyer og Gerard Murphy höfðu gert. En
Camey3 telur Cétamon ekki yngra en frá fyrra hluta sjö-
undu aldar, en það geti þó verið frá hinni sjöttu. En Tánic
sam sé stæling á því, ef til vill tvö hundruð ámm yngra.
Hvernig sem þessu er háttað, virðast öll þessi þrjú kvæði
að geta verið svo gömul, að til þeirra eigi norrænir, hneppt-
ir hættir rætur sínar að rekja.
Að lokum skal geta þess, að í viðbæti getur Camey um
mörg önnur kvæði, sem hann telur með bundinni hrynj-
1 Four Songs of Suimner and Winter, 1903, bls. 6.
2 Sjá ritgerð Cameys, bls. 25, 34-35.
3 Sama rit, 40—4-1.