Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 209
207
Þórir nam síðan Hnjóskadal allan til Ódeilu ok bjó at Lundi,
hann blótaði lundinn.“
1 Hauksbók er ætt Ketils brimils rakin nokkuð aftur eftir,
og síðan segir um hann: „Ketill brimill var víkingur mikill,
hann fór til Hjaltlands með Torf-Einari, en er hann bjósk
til Islands, hét Gautr svipveri hans. En er þeir lágu til
hafs, kómu víkingar ok vildu ræna þá . . .“ Líklegt má
telja, að Ketill brimill hafi ekki komizt til fslands, úr þvi
að hann er ekki talinn landnámsmaður. En sennilegt er,
að hann hafi verið um tíma fyrir vestan haf og ef til vill
Þórir snepill, sonur hans.
Vert er að gefa því gætur, að hér er 2. og 4. vísuorð
„stýft“ og með aðalhendingum, en 1. og 3. vísuorð enda
á (eins og t.d. dróttkvætt). Vísuorðalengd: 1. vo. 6;
2. vo. 5; 3. vo. 6 (en með einu stuttu atkvæði í stað langs:
fönxm) eða 8 (Jón Helgason, en tvö atkvæðanna eru stutt,
og vísuorðið nokkuð hlaðið); 4. vo. 5 atkvæði.
Þá kemur næst kviðhngur þeirra Narfa og Kormaks,
og ef hann er rétt feðraður, er hann nokkru yngri en
kviðlingur Þóris snepils.
Kormakssaga segir frá ástum skáldsins Kormaks og Stein-
gerðar Þorkelsdóttur. Vandi hann komur sínar til hennar,
bæði meðan hún var í Gnúpsdal og hjá föður hennar í Tungu.
Narfi hét heimamaður í Txmgu. Hann kvað sér innan hand-
ar að taka af komur Kormaks þangað í bæinn. Eitt sinn, þeg-
ar Kormakur var á ferð, sá hann Steingerði í soðhúsi þar í
Tungu. Þar var og Narfi, vá hann upp mörbjúga og brá
á nasir Kormaki og kvað:
„Hversu þykkja ketils þér,
Kormakr! ormar“,
en Kormakur svarar:
„Góðr þykkir soðinn mörr
syni ögmundar.“