Studia Islandica - 01.06.1975, Side 210
208
Eins og Konráð Gíslason hefur bent á,1 minnir hrynjandi
hér helzt á náhent og hnugghent, sem vitaskuld verður að
telja til hnepptra hátta. Má lesa síðustu línu „syni /ög
/mund/ar“? Hendingar eru aðeins í 2. vísuorði. Hljóðstafa-
setning er á J)á leið, að stuðull er einn í hvoru ójöfnu vísu-
orði. Loks er kviðlingurinn fjögur vísuorð, eins og mest
tíðkast í írskum háttrnn, ekki átta, eins og hjá Snorra. Sama
máli gegnir um kviðling Þóris snepils.
Hér virðist mega þreifa á kveðskap á fomu og frum-
stæðu stigi. Undarlegur er skortur annars stuðuls (hins
fyrra) í kviðlingi Narfa og Kormaks (og ef til vill Þóris
snepils?) og enn fremur töluverður skortur á hendingum,
en þar kemur raunar til greina, að óregla í setningu þeirra
er nokkuð algeng í dróttkvæðmn vísum á fyrra hluta 10.
aldar, og, ef marka má heimildir, enn meiri á 9. öld. Lík-
lega hefur hin fasta hendingaskipun komið upp í fágunar-
skyni við hirð Haralds hárfagra. Síðan breiðist þessi stefna
út, og á 13. öld er Snorri einn mesti hvötuður hennar.
Nú em ekki vitni um það, að í norrænum fomkveðskap
tíðkist nokkuð að marki, að á skiptist tvikvætt orð og „stýft“
í enda braglínu sömu vísu; Auðvitað má hugsa sér, að Snorri
hafi fyrirmyndir um hnugghent og náhent, sem nú séu
glataðar, en það breytir ekki heildardómimnn um þetta.
En hvaðan er þetta fyrirbrigði komið? Ekki frá dróttkvæð-
um hætti, sem ætla má, að veiti kviðlingunum hendingar,
á fomlegu stigi dróttkvætts (sbr. Braga). En geta má þess,
að í írskum kvæðasöfnum og háttatölum má finna dæmi
þessara vísuorðaloka.2 Og mætti þá vera, að í þessum
kviðlingum gæti að líta fnnnstæð afbrigði hnepptra hátta,
eins og þau voru í steypuskeiðinni, og áður en „stýfða“
myndin varð alveg ofan á, og þetta hefði gerzt meðal fólks,
sem nokkuð þekkti til vestan hafs.
1 Efterladte skrifter I, 82.
2 Sjá Kuno Meyer: A Primer of Irish Metrics, 1909, bls. 23; G.
Tumville-Petre, Skírnir 1934, 43-44.