Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 211
209
Því verður ekki neitað, að gömul vitni um þá háttu,
sem sjá má í kviðlingum Þóris og Kormaks, eru færri
en skyldi. En um það kann þó að mega hafa hinn latneska
málshátt, að eitt vitni sé sem ekkert væri, en tvö sem tíu.
Engin tengsl verða fundin milli kviðlinganna, og ekkert er
grunsamlegt við frásögn Landnámu um kviðling Þóris
snepils
Kviðlingur þeirra Narfa og Kormaks er í sjálfu sér ekk-
ert grunsamlegur, nema er vera skyldi það, að honum fylgir
ein dróttkvæð vísa og einn vísuhelmingur, og er hvort-
tveggja eignað Kormaki. Fjallar það um atvik þessi, og
heila vísan hefur orðalagslíkingu við vísuhelming Narfa.
En í raun réttri er þó ekkert því til fyrirstöðu, að Kormak-
ur hafi viljað klekkja á Narfa með skammavísum og því
bætt við dróttkvæðu vísunum.
Vitaskuld er varðveizla efnis í Kormakssögu allt annað
en góð, og hafa menn varla lagt mikinn trúnað á þessa
frásögn hennar. Og þó mætti spyrja, hvort ekki væri vísan
ómerkilegri en svo, að nokkur söguritari væri að hafa fyrir
að dikta hana upp. Og er ekki frásögnin skráð þama vegna
kjarna síns, vísnanna? Vísur voru forðum virtar mikils,
þó að smáar væru. Mundi ekki mega halda því fram, að
kviðlingurinn væri eldri en sagan? Hve gömul, það veit
enginn. Fmmstæður búningur hennar (t.d. stuðlasetningin
í 1. og 3. visuorði) gæti vissulega stafað af því, að hún
væri fom. Loks má geta þess, að kviðlingurinn er fjögur
vísuorð, alveg eins og mest tíðkast í írskum háttum. Ef
vildi, mætti halda áfram þessum hugans leik. Að þeir kunn-
ingjar, ef kunningja skyldi kalla, Kormakur og Narfi, hefðu
stefjazt á undir írskum hragarhætti. Nafn skáldsins er írskt,
en lítið er vitað um menningarerfðir þess. Þó kemur fyrir
í kveðskap hans orðið díar, sem dregið er af írska orðinu
día, guð. Fleira vestrænt kann að leynast í kvæðum hans,
þó að þau séu að mestu leyti norræn og heiðin.
Hermt er í írskum frásögnum, að eitthvað hafi tíðkazt
14