Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 10
8 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 telja má öruggt í skilningi laga og reglna um afgreiðslu hælisumsókna. Ógöngur í útlend- ingamálum hér á landi eru heimatilbúnar og vandinn gjörólíkur því sem er annars staðar. Stundum mætti ætla að það beri að skilgreina stöðu okkar á hinn versta veg og mála síðan skrattann á vegginn. Í þessu efni eins og öðrum ber að fara að gildandi lögum. Sé hins vegar vilji til að beita sérákvæðum til að taka á móti hópi fólks sem sannanlega flýr undan lífshættulegum ofsóknum ber að gera það á skipulegan og raunhæfan hátt en ekki andrúmslofti uppboðs eða kappleiks. III. Ástandinu meðal æðstu manna Rússlands hefur verið lýst á þann veg að í Kreml sé að finna fólk sem hafi lifað af hrun Sovétríkjanna og tekist að skapa sér valdastöðu á rústum þeirra. Þetta sé fólk sem þrífist á krísum og líf þess hafi þann tilgang að bjarga sér úr einni krísu til að skapa aðra. Þetta geti fólkinu tekist í langan tíma því að um sé að ræða hóp sem sé sérhæfður í að halda lífi hvað sem á dynur. Þessi dramatíska lýsing á ekki við um íslenska stjórnmálamenn. Á hinn bóginn vekur hún þá spurningu hvort þeir berist frá einni krísunni til annarrar í stað þess að hafa sjálfir stjórn á málum og ráða stefnunni. Málin tvö sem nefnd eru hér að ofan bar í upphafi að á þann veg að ríkisstjórnin hraktist í stöðu í stað þess að hafa stjórn á umræðum eða atburðarás. Þetta á ekki aðeins við um ríkisstjórnina. Framvinda mála innan Bjartrar framtíðar, flokksins sem ætlaði að breyta stjórnmála- umræðunum, styður þessa skoðun. Um var að ræða valdabaráttu Gnarrista við aðra í flokknum. Hvergi var minnst á málefnalegan ágreining, Vegna lélegs gengis í skoðanakönnunum sagði skjólstæðingur Jóns Gnarrs, Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrv. stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, að hún tæki ekki sæti sem varaþing- maður á alþingi fyrir þingmann í fæðingarorlofi nema Guðmundur Steingrímsson flokksfor- maður segði af sér. Hann boðaði afsögn og Heiða Kristín ætlar að setjast á þing. Guðmundur Steingrímsson fór úr Fram- sóknarflokknum og stofnaði Bjarta framtíð með fólki úr Besta flokki Jóns Gnarrs hinn 5. febrúar 2012. Í fréttatillkynningu frá flokknum sagði þá: „Á meðal nýbreytni í skipulagi má nefna, að flokkurinn mun reka málefnastarf sitt á net- síðu, allan sólarhringinn, allan ársins hring, og í forystu flokksins eru tveir formenn, sem skulu starfa saman og vera sammála um stórar ákvarðanir.“ Guðmundur var kosinn á þing árið 2009 fyrir Framsóknarflokkinn í NV-kjördæmi. Árið 2007 Guðmundur Steingrímsson og félagar hans í Bjartri framtíð ætluðu að breyta stjórnmálaumræðunum. Þess í stað hófst valdabarátta innan flokksins. Guðmundur ákvað að víkja sem formaður eftir átök við Gnarrista undir forystu Heiðu Kristínar Helgadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.