Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 10
8 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
telja má öruggt í skilningi laga og reglna um
afgreiðslu hælisumsókna. Ógöngur í útlend-
ingamálum hér á landi eru heimatilbúnar og
vandinn gjörólíkur því sem er annars staðar.
Stundum mætti ætla að það beri að skilgreina
stöðu okkar á hinn versta veg og mála síðan
skrattann á vegginn.
Í þessu efni eins og öðrum ber að fara að
gildandi lögum. Sé hins vegar vilji til að beita
sérákvæðum til að taka á móti hópi fólks sem
sannanlega flýr undan lífshættulegum ofsóknum
ber að gera það á skipulegan og raunhæfan hátt
en ekki andrúmslofti uppboðs eða kappleiks.
III.
Ástandinu meðal æðstu manna Rússlands hefur
verið lýst á þann veg að í Kreml sé að finna fólk
sem hafi lifað af hrun Sovétríkjanna og tekist
að skapa sér valdastöðu á rústum þeirra. Þetta
sé fólk sem þrífist á krísum og líf þess hafi þann
tilgang að bjarga sér úr einni krísu til að skapa
aðra. Þetta geti fólkinu tekist í langan tíma því
að um sé að ræða hóp sem sé sérhæfður í að
halda lífi hvað sem á dynur.
Þessi dramatíska lýsing á ekki við um íslenska
stjórnmálamenn. Á hinn bóginn vekur hún þá
spurningu hvort þeir berist frá einni krísunni
til annarrar í stað þess að hafa sjálfir stjórn á
málum og ráða stefnunni. Málin tvö sem nefnd
eru hér að ofan bar í upphafi að á þann veg að
ríkisstjórnin hraktist í stöðu í stað þess að hafa
stjórn á umræðum eða atburðarás.
Þetta á ekki aðeins við um ríkisstjórnina.
Framvinda mála innan Bjartrar framtíðar,
flokksins sem ætlaði að breyta stjórnmála-
umræðunum, styður þessa skoðun. Um var
að ræða valdabaráttu Gnarrista við aðra í
flokknum. Hvergi var minnst á málefnalegan
ágreining,
Vegna lélegs gengis í skoðanakönnunum
sagði skjólstæðingur Jóns Gnarrs, Heiða Kristín
Helgadóttir, fyrrv. stjórnarformaður Bjartrar
framtíðar, að hún tæki ekki sæti sem varaþing-
maður á alþingi fyrir þingmann í fæðingarorlofi
nema Guðmundur Steingrímsson flokksfor-
maður segði af sér. Hann boðaði afsögn og
Heiða Kristín ætlar að setjast á þing.
Guðmundur Steingrímsson fór úr Fram-
sóknarflokknum og stofnaði Bjarta framtíð með
fólki úr Besta flokki Jóns Gnarrs hinn 5. febrúar
2012. Í fréttatillkynningu frá flokknum sagði þá:
„Á meðal nýbreytni í skipulagi má nefna, að
flokkurinn mun reka málefnastarf sitt á net-
síðu, allan sólarhringinn, allan ársins hring,
og í forystu flokksins eru tveir formenn, sem
skulu starfa saman og vera sammála um
stórar ákvarðanir.“
Guðmundur var kosinn á þing árið 2009 fyrir
Framsóknarflokkinn í NV-kjördæmi. Árið 2007
Guðmundur Steingrímsson og félagar hans í Bjartri framtíð ætluðu að breyta stjórnmálaumræðunum. Þess í stað hófst
valdabarátta innan flokksins. Guðmundur ákvað að víkja sem formaður eftir átök við Gnarrista undir forystu
Heiðu Kristínar Helgadóttur.