Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 89

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 89
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 87 Arnar Sigurðsson færir rök fyrir því að Orkuveita Reykja- víkur sé „eitthvert sorgleg- asta dæmi sögunnar um afleiðingar þess að afhenda stjórnmálamönnum völd og peninga, eiginlega á pari við að rétta ungling bíllykla og landabrúsa“. Í pistli sem birtist Eyjunni 2. ágúst síðastliðinn segir Arnar að mörgum hafi ofboðið „gengdarlaust bruðl og sóun í milljarða höfuðstöðvar, 30 manna PR deild, veislueldhús, línþurrkun, risarækjueldi, lína. net, raflína.net, Gagnaveitan og annað slíkt“. En í saman- burði við annað hafi þó verið um smáaura að ræða. Arnar skrifar: „Þó var bara um smáaura að ræða í samanburði við hina glórulausu fjárfestingu veruleikafirtra stjórnenda fyrirtækisins í Hellisheiðar- virkjun. Heildarskuldir Orkuveitunnar nema nú hvorki meira né minna en 172 milljörðum sem að langstærstum hluta er tilkomið vegna raforku- framleiðslu fyrir álverið á Grundartanga. Álverið borg- ar líklega lægsta rafmags- verð allra álvera í heiminum eins og fram hefur komið á orkubloggi Ketils Sigur- jónssonar (til samanburðar skuldaði OR 17 milljarða 2002).“ Ástæðan er að Orkuveitan undirbauð Landsvirkjun þegar ráðist var í stækkun álvers- ins en þá hafði Landsvirkjun markað þá stefnu að hækka raforkuverð til stóriðjunnar. Arnar heldur áfram: „Að opinber stofnun skuli undirbjóða aðra fyrir erlenda málmbræðslu hlýtur að vera einstakt. Niðurstaðan er að raforkusala Helga Hjörvars og Alfreðs Þorsteinssonar skilar arðsemi sem er 3% undir fjármagnskostnaði. Þar með er þó tjón kjósenda í Reykjavík ekki á enda því virkjunin er ekki sjálfbær og hefur orkan fallið frá fyrsta degi og fellur enn.“ Stór brandari „Svokallað umhverfismat vegna virkjunarinnar er auðvitað einn stór brandari,“ skrifar Arnar og bendir á: „Útblástur á tugþúsundum tonna af brennisteinsvetni var afgreitt með einni setn- ingu eitthvað á þá leið að brennisteinslykt gæti aukist tímabundið. Landvernd benti á að mikilvægt væri að merkja bílastæði. Í dag er sorglegt um að líta á virkjunarsvæðinu sem flokka má sem eitt risavaxið umhverfisslys, rusl og drasl hvert sem litið er. Ótengd- ar leiðslur sem ryðga á víðavangi eru hinsvegar ágætur minnisvarði um stjórnmálamenn sem misst hafa tengingu við veruleik- ann og skilning á almanna- þjónustu.“ Firringin á Hellisheiði Arnar Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.