Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 31

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 31
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 29 Ný hippakynslóð stígur fram Upp er komin kynslóð sem minnir á hippana að mörgu leyti. Hún leggur mikla áherslu á persónufrelsi og hefur sterka réttlætiskennd. Efnahagsmál eru ekki efst á blaði og falla meðlimir þessarar kynslóðar beggja megin við pólitíska ásinn hvað þau mál varðar. Þetta er kynslóð sem er ekki vinstrisinnaðri en fyrri kynslóðir. Stríðið gegn fíkniefnum, mannréttindi, upplýsingafrelsi, netfrelsi og gagnsætt ríkisvald eru mál sem einkenna þessa kynslóð. Jafnframt eru þetta allt mál sem Sjálfstæðisflokknum hefur mistekist að vera leiðandi afl í, þrátt fyrir að um sé að ræða klassísk frjálshyggjumál. Enn- fremur eru þetta mál sem Píratar hafa leitt frá fyrsta degi, þó ef til vill frekar í orði en á borði ef eitthvað er að marka framgöngu borgarfulltrúa Pírata í Reykjavík, sem hefur ítrekað hafnað tillögum Sjálfstæðisflokksins um aukið gagnsæi í fjármálum borgarinnar. Það gefur auga leið að ein leið til fylgisaukningar er að skilja og tala um þau mál sem ungt fólk ræðir sín á milli, þótt þau kunni að virðast vera „smámál” í augum eldri kynslóðarinnar, þá má hafa það í huga að smámál geta velt þungu hlassi. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa t.a.m. ekki forðast að tjá sig um smámál eldri kynslóðanna, eins og heilagan rétt Gídeonfélagsins til að dreifa trúarlegu efni í grunnskólum. Slík smámál skipta nefnilega marga kjósendur máli. Einn stærsti vandi Sjálfstæðisflokksins í dag er ímyndarvandi. Flokkurinn virkar stofnanalegur og gamaldags á ungt fólk. Stjórnmálamenn flokksins eru margir stirðlamalegir og gefa ungu fólki fáar ástæður til að fyllast eldmóði. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki trúverðugur. Alls staðar á Vesturlöndum eru kjósendur, þá sérstaklega ungt fólk, að hafna atvinnustjórn- málamönnum sem láta spunameistara skrifa ræðurnar og kosningaloforðin fyrir sig með það að markmiði að veiða atkvæði. Kallað er eftir stjórnmálamönnum sem standa fyrir eitthvað meira en eigin pólitíska frama. Að breyta ímynd flokksins og áherslum verður augljóslega ekki gert á einni nóttu. Ef til vill er það bæði styrkur flokksins og galli að hann er stofnun. Hann breytist hægt, sem ver hann gegn tímabundnum sveiflum í pólitík, en sama kjölfesta getur haldið honum frá því að þróast samhliða tíðarandanum og kröfum kjósenda. Að mínu mati verða áherslubreyt- ingarnar hjá kjörnum fulltrúum flokksins ekki bara að eiga sér stað á fundum hjá almanna- tengslum og auglýsingastofum, heldur er jafn- framt þörf á mikilvægri endurnýjun á fulltrúum flokksins. Ungt fólk þarf að vera í forsvari Vilji Sjálfstæðisflokkurinn ná til ungs fólks þarf hann að hafa fólk í forsvari sem skilur hvað knýr áfram pólitískan áhuga ungs fólks og deilir áhyggjum þeirra og vonum. Besta og fljótleg- asta leiðin til að gera það, er að vera með ungt fólk á framboðslistum. Í síðustu alþingis- og sveitastjórnarkosningum var sorglegur skortur á ungu fólki í baráttusætum á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu. Við slíkar aðstæður er skiljanlegt að ungir kjósend- ur leiti frekar til flokka eins og Pírata þar sem frambjóðendur eru ungir og leggja áherslu á frelsismál sem ungt fólk ræðir frá degi til dags. Ungt fólk laðast að frambjóðendum sem láta ekki skoðanakannanir ráða för við val á mál- efnum til að tala um en sýna skilning á mikil- vægi nútímalegra frelsismálefna. Til að vera sanngjarn þá fellur Birgitta Jóns- dóttir seint inn þennan hóp sem ég er að lýsa, en Helgi Hrafn og Jón Þór gera það svo sannar- lega. Sem dæmi um frjálshyggjuáhrif Pírata á þessu kjörtímabili má nefna ötula baráttu gegn guðlastsákvæði hegningarlaga, stríðinu gegn fíkniefnum og valdníðslu í stjórnsýslunni. Sumum kann að finnast þessi mál smávægileg miðað við lækkun tryggingagjaldsins, en ungt Einn stærsti vandi Sjálfstæðisflokksins í dag er ímyndarvandi. Flokkurinn virkar stofnanalegur og gamaldags á ungt fólk. Stjórnmálamenn flokksins eru margir stirðlamalegir og gefa ungu fólki fáar ástæður til að fyllast eldmóði. Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki trúverðugur. Alls staðar á Vesturlöndum eru kjósendur, þá sérstaklega ungt fólk, að hafna atvinnustjórnmálamönnum sem láta spunameistara skrifa ræðurnar og kosningaloforðin fyrir sig með það að markmiði að veiða atkvæði. Kallað er eftir stjórnmálamönnum sem standa fyrir eitthvað meira en eigin pólitíska frama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.