Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 91

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 91
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 89 og í krumpuðum gráum jakkafötum. Við Vadím borðuðum hádegisverð með honum á ítölsk- um veitingastað sem hét Dorian Grey og var handan Moskvuárinnar, beint á móti Bolotnaja- torgi. Eftir hefðbundið kynningarspjall sagði ég opinskátt: „Okkur langaði til að tala við þig vegna þess að við erum að reyna að komast að því hverju er stolið frá Gazprom. Þú ert einn af sérfræðingunum í greininni og ég velti fyrir mér hvort þú vildir deila einhverju af vitneskju þinni með okkur?“ Maðurinn þagði um stund og ég hugsaði með mér að ég hefði ef til vill farið yfir strikið. Síðan færðist bros yfir andlit hans. Hann lagði hendurnar á hvítan borðdúkinn og hallaði sér fram. „Það gleður mig að þið skulið spyrja. Stjórn Gazprom er stærsta samsafn glæpamanna sem hægt er að ímynda sér. Hún stelur öllu.“ „Eins og hverju?“ spurði Vadím. „Tökum Tarkosaleneftegaz sem dæmi,” sagði maðurinn og barði í borðið með skeið. „Þeir tóku það út úr Gazprom.“ Vadím spurði: „Hvað er Tarko...“ „Tarko Saley,“ greip maðurinn fram í. „Það er gassvæði á Jamal–Nenets svæðinu. Þar eru um það bil 400 milljarðar rúmmetra af gasi.“ Vadím dró upp reiknivél og breytti þessari tölu í föt af olíuígildi. Talan sem hann fékk, 2,7 milljarðar olíufata, fól í sér að lindir Tarko Saley voru stærri en lindir bandaríska fyrirtækis- ins Occidental Petroleum, sem metið var á 9 milljarða dala. Ég er ýmsu vanur en ég varð hneykslaður við tilhugsunina um að fyrirtæki sem var 9 milljarða dala virði hefði verið tekið út úr Gazprom. Þegar maðurinn hélt áfram að segja okkur frá smáatriðum nefndi hann nöfn og dagsetningar og sagði okkur frá öðrum gassvæðum sem hefði verið stolið. Við spurðum allra þeirra spurninga sem við gátum látið okkur til hugar koma og það sem við skráðum hjá okkur fyllti sjö blaðsíður í minnisbókinni okkar. Eftir tvær klukkustundir urðum við að ljúka hádegisverðinum því að annars hefði maðurinn talað til eilífðar. Án þess að vita það hafði ég fyrir tilviljun rambað á eitt mikilvægasta menningarfyrirbæri Rússlands áranna eftir hrun Sovétríkjanna, ört vaxandi ójöfnuðinn. Á sovéttímanum var auðugasti maður Rússlands um það bil sex sinnum auðugri en sá fátækasti. Þeir sem sátu í stjórnmálanefnd Kommúnistaflokksins bjuggu í stærri íbúðum en aðrir, höfðu bíl og snoturt sumarhús til umráða en ekki miklu meira en það. Árið 2000 var auðugasti maðurinn orðinn 250.000 sinnum auðugri en sá fátækasti. Þessi ójöfnuður varð til á svo stuttum tíma að hann eitraði sálarlíf þjóðarinnar. Fólk var svo reitt að það var reiðubúið að tala við hvern sem var og segja frá öllu sem það vissi. Flestir fundir okkar með fólkinu á listanum fóru nokkurn veginn á sömu lund. Við hittum ráðgjafa úr gasgeiranum sem sagði okkur frá öðru stolnu gassvæði. Við funduðum með hátt- settum manni í gasleiðslufyrirtæki sem sagði okkur að Gazprom hefði beint allri gassölu í fyrrum Sovétríkjunum til vafasams milliliðar. Við hittum fyrrum starfsmenn sem lýstu því að Gazprom hefði lánað vinum stjórnarmanna stórar fjárhæðir á vöxtum sem voru undir markaðsvöxtum. Í heildina fylltum við tvær minnisbækur af skaðlegum ásökunum um þjófnað og svindl. Þetta var sennilega mesti þjófnaður í allri viðskiptasögunni, ef trúa mátti öllum upplýs- ingunum sem við söfnuðum. Bill Browder höfundur bókarinnar, Eftirlýstur, sem hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim. Mynd: World Economic Forum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.