Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 62
60 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
tilrauna til að bjarga fjármálafyrirtækjum og
það starf virðist að miklu leyti hafa verið
stefnulaust og án heimilda frá Alþingi. Mestur
hluti þessara fjármuna er farinn í súginn og það
að óþörfu. Á sama tíma skar ríkisstjórnin mjög
niður fjárframlög til heilbrigðisþjónustu. Sigurði
Guðmundssyni, fyrrverandi landlækni, fórust
svo um þetta orð í Læknablaðinu:
„Umræða um hvað skiptir máli fer ekki fram.
Á þeim tíma sem sífellt hefur verið þrengt
að heilbrigðisþjónustu hefur illa reknum
fjármálastofnunum og tryggingafélögum
ítrekað verið komið til bjargar, ákvarðanir
teknar um rándýr jarðgöng, nærfellt millj-
arður lagður til umræðu um nýja stjórnar-
skrá, málefni sem nú hefur brotlent með
nokkrum látum. Sagt er að 50 milljarða hafi
þurft til að bjarga Byr og SpKef, sem er ekki
fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfi
til að byggja nýtt hús fyrir spítalann. Vafalítið
er unnt að færa rök fyrir því að bjarga SpKef
eða Sjóvá, og ný stjórnarskrá er mörgum
heilög vé. Hins vegar skortir umræðu um
vægi og vigt, mikilvægi þess að raða málum
í forgang. Hvort vegur þyngra styrk og öflug
heilbrigðisþjónusta eða framtíð SpKef og
Sjóvár?“
Steingrímur J. Sigfússon hafnar því algjör-
lega að hann hafi sýnt kröfuhöfum bankanna
óeðlilega þjónkun og segir orðrétt um það mál:
„Ísland gat ekki gert hvað sem var og getur
ekki enn ... erlendir bankar og fjárfestar
töpuðu þúsundum og aftur þúsundum
milljarða á Íslandi og þeir eru sennilega
ekkert spenntir fyrir að tapa meiru en þeir
þurfa. Við þurfum að ganga fram af ábyrgð í
þessum efnum ... Með öðrum orðum þurfum
við að ganga fram eins og siðaðir menn í
samskiptum, líka við erlenda kröfuhafa.“
Svo sem að framan var rakið þá gengu stjórn-
völd mjög langt til að friðþægja kröfuhafa og
virðast hafa sýnt þeim óttablandna virðingu.
En teldu kröfuhafar gengið á rétt sinn gátu þeir
farið með málin fyrir dómstóla. Ýmsir beinir
og óbeinir talsmenn kröfuhafa bankanna hafa
nefnt að ekki hafi mátt leggja á þá að reka mál
fyrir dómstólum. Þetta sjónarmið er athyglisvert
því ófáir einstaklingar og fyrirtæki hér á landi
hafa þurft að leita réttar síns fyrir dómstólum
vegna málefna er varða fall bankakerfisins.
Nýju ríkisbankarnir voru loks einkavæddir án
nokkurrar auglýsingar, án þess að upplýst væri
um kaupendur og til stóð að hún færi fram án
heimildar Alþingis. Taldi Steingrímur J. Sigfús-
son raunar óþarft að leggja fram frumvarp um
þessi mál, en Pétur heitinn Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, benti nefndarmönnum í
efnahagsnefnd Alþingis á að þar með kynni að
vera farið á svig við stjórnarskrá og því varð úr
að nefndin flutti sjálf frumvarp um málið.
Endurreisn bankanna var svo til ekkert rædd
í þingflokki Vinstri grænna. Steingrímur J. virtist
hafa óbilandi trú á Þorsteini Þorsteinssyni, sem
var ríkisstjórninni til ráðgjafar um þessi mál, en
hann var fenginn til að kynna málið á þing-
flokksfundi og ætlunin að „mata“ þingflokkinn
segir Lilja Mósesdóttir og bætir við:
„Steingrímur J. vildi að við stæðum í baráttu
í þingflokknum, það hélt athyglinni frá því
sem var að gerast.“
Lilja telur að í raun hefði Steingrímur ekki
kunnað því illa að svo hart skyldi rifist um
Icesave sumarið 2009. Atli Gíslason, þing-
maður Vinstri grænna, gagnrýndi á þing-
flokksfundi að ráðist yrði í einkavæðingu
bankanna. Á flokksþingi Vinstri grænna hefði
verið mörkuð sú stefna að bankarnir væru
áfram að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins,
en einnig að fjármálafyrirtækjum skyldi fækkað.
Með einkavæðingunni fór fjármálaráðherra og
formaður flokksins skýrlega gegn fyrrnefnda
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna skar niður í heilbrigðisþjónustu
en varði verulegum fjármunum til að
bjarga fjármálafyrirtækjum
Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi
landlæknir, skrifaði í Læknablaðið:
„Sagt er að 50 milljarða hafi þurft til
að bjarga Byr og SpKef, sem er ekki
fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að
þurfi til að byggja nýtt hús fyrir spítal-
ann. Vafalítið er unnt að færa rök fyrir
því að bjarga SpKef eða Sjóvá, og ný
stjórnarskrá er mörgum heilög vé. Hins
vegar skortir umræðu um vægi og vigt,
mikilvægi þess að raða málum í forgang.
Hvort vegur þyngra styrk og öflug heil-
brigðisþjónusta eða framtíð
SpKef og Sjóvár?“