Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 29
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 27
í stjórnarskrá Bandaríkjanna hafa dómstólar
að mestu sniðgengið rétt borgaranna til að
fylgja trúarsannfæringu sinni þegar málefni
kvenna eða hinsegin fólks rekast á. Kynsegin
fólk (hverrar gerðar sem er) getur orðið fyrir
aðkasti vegna hneigða sinna. Í Bretlandi brýtur
það ekki lög að segja að samkynhneigð sé
synd. Það er hins vegar refsivert að gera kröfu
um að samkynhneigð verði bönnuð. Á Íslandi
kostaði það kennara atvinnumissi að standa við
trúarskoðanir sínar. Dómstól hér dæmdi honum
í hag en starfsmissinn stóð óhaggaður.
Þeir sem helst hafa haft gagn af þessum
„haturs orðræðu“ ákvæðum í vestrænum
lögum eru múhameðstrúar menn, sem nýta
sér ákvæðin til að skapa sér og sinni trú meira
rými og þagga niður í tjáningarfrelsi annarra.
Upphaflegur tilgangur með lögunum var að
varðveita „samfélagsfriðinn“, en hefur haft
þveröfug áhrif. Þau hafa ekki fært neinn frið
heldur kynnt undir illindum og gefið kærendum
„móðgana“ og ýmiss konar „særinda“ vegna
trúarskoðana enn fleiri tækifæri til að kvarta.
Þessi þróun stendur ekki undir tilgangi sínum
þegar vestrænn almenningur má ekki lengur
tjá sig um trúarskoðanir 1,4 milljarða manna.
Dönsku lögin, banna t.d. opinbera gagnrýni á
Íslam og gefa ekkert fyrir það þótt það sem sagt
er sé satt og rétt. Til að ná fram sakfellingu nægir
að kærandi hafi upplifað sig móðgaðan. Lars
Hedegaard hefur staðið í margra ár málaferlum
vegna ummæla sinna um að barnaníð væri
ástundað víða í múslímskum samfélögum. Og
þó að hann hafi á endanum verið sýknaður af
alvarlegustu ákærunni þá er tekið fram í dómi
hæstaréttar að eftir sem áður hafi innihald
ummæla hans verið brot á 266. b. grein
hegningarlaga sem bannar gagnrýni á Íslam.
Nýlega var fyrrverandi þingmaður á danska
þinginu, Mogens Camre, dæmdur í 150 þúsund
króna sekt fyrir að segja að íslam hafi tekið við
þar sem Hitler hætti. Fjöldi fólks víða í Evrópu;
Austurríki, Finnlandi, Þýskalandi, Frakklandi,
Ítalíu og Hollandi hafa staðið frami fyrir
svipuðum ákærum og ekki komist allir jafn vel
frá málinu. Starfsfólk Charlie Hebdoe, sem allir
vilja nú sýna stuðningi, var árið 2006 sótt til
saka af franska ríkinu fyrir guðlast. Rithöfund-
urinn Michael Houellebecq slapp naumlega við
dóm fyrir að segja að Íslam væri „heimskuleg
trúarbrögð“ og að „Kóraninn væri illa skrifaður“.
Leikkonan Brigitte Bardot hefur 5 sinnum
verið ákærð fyrir að „hvetja til kynþáttahaturs“
vegna afstöðu sinnar til ógeðfelldrar meðferðar
múslima á sláturdýrum. Síðasta ákæran endaði
með €15.000 (ca. 2.17 milljónir króna) sekt. Og
ítalski rithöfundurinn og baráttukonan Oriana
Fallaci mátti, dauðvona eyða sínum síðustu
árum í útlegð frá heimalandi sínu vegna ákæru
um íslamsníð. Hún hafnaði lögmæti ákærunnar
og fékk aðeins snúið heim deyjandi á börum. Í
dag stendur 78 ára gamall írskur prestur frammi
fyrir dómara ákærður af íslömskum öfgamanni
um hatursáróður gegn íslam. Réttarhöldunum
yfir prestinum hefur nú verið frestað til 3ja
september og bíða margir eftir að heyra hvaða
niðurstöðu málið fær. Sektir og fangelsisdómar
falla hægri vinstri í Evrópu, þar sem frelsi til tján-
ingar er ekki lengur í hávegum haft nema þegar
atburðir á borð við árásina á Charlie Hebdoe eiga
sér stað. Tilraunin til að skapa „samfélagsfrið“
hefur aðeins ýtt undir þöggunartilburðina eins
og fréttir frá Birmingham í Bretlandi herma. En
þar viðgengjust í áravís hópnauðganir unglings
stúlkna (talið að um 1400 stúlkur hafi þar verið
afhentar eins og stykkjavara milli manna) án
þess að nokkur, þar með talin félagsmálayfir-
völd, þyrði að tilkynna það af ótta við ásakanir
um kynþáttahatur, því gerendurnir voru af
pakistönskum uppruna. Og svona má lengi telja.
Það var stæll yfir sýningunni þegar atkvæða-
greiðsla um afnám 125. gr. fór fram og Píratar
gengu hver af öðrum í pontu og gerðu grein
fyrir atkvæði sínu: „Ég er Charlie Hebdoe.“ En
það hefði verið glæsilegra hefðu þeir meint
eitthvað með því og borið kjark til að knýja á
um afnám greinar 233. a, því þar liggur meinið.
Grundvallaratriði í frjálsu samfélagi er að
almenningur geti tjáð skoðanir sínar án ótta við
refsingar. Hversu ögrandi eða illa þokkaðar sem
þær eru.
Heimildir:
Stefnuskrá Pírata.
Almenn hegningarlög #19/1940.
Alþingisvefurinn.
Mbl.is/... Bann við guðlasti verði afnumið
The Legal Project.org/... Euroean Hate Speech
Laws.
Gatestoneinstitute.org/...Free speech found
guilty by Europe.
Nationalreview.com/...Hate-speech laws aren´t
the answer to islamic extremism- they´re part
of the problem.