Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 18

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 18
16 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 Píratar taka við keflinu af Sjálfstæðisflokknum Sögulega hefur Sjálfstæðisflokkur- inn staðið sterkt að vígi meðal yngri kjósenda og var eini flokkurinn sem gat gert tilkall til þess að vera kallaður fulltrúi unga fólksins. Árið 2005 sögðust yfir 44% kjósenda á aldrinum 18 til 39 ára styðja Sjálf- stæðisflokksins á landinu öllu. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Yngri kjósendur eru hættir að fylgja Sjálfstæðisflokknum að máli. Píratar hafa tekið við keflinu. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í júlí nutu Píratar yfir 40% stuðnings meðal allra aldurshópa 21-35 ára og yfir 50% kjósenda á aldrinum 24-26 ára eða 3,6-sinnum fleiri en sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn. Píratar hafa jafnt og þétt styrkt stöðu sína frá nóvember 2014. Í apríl mældist fylgi þeirra í heild rétt liðlega 30%. Í ágúst var fylgi Pírata komið í 35,9% en stuðningur við Sjálfstæð- isflokkinn var aðeins 21,6% og hefur ekki verið minni frá hruni viðskipta- bankanna 2008. Sé miðað við niðurstöðu kosninga 2013 hafa Píratar sjöfaldað fylgi sitt. Árangurinn liggur fyrst og síðast í góðri stöðu meðal yngri kjósenda. Fylgi Pírata er meira en Sjálfstæðisflokksins í öllum aldurshópum frá 18 til 44 ára. Hvar eru frelsismálin? Saga Sjálfstæðisflokksins er mörkuð baráttu fyrir auknu frelsi einstaklingsins og hófsemd í skattlagningu. Undir forystu Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar [eldri] var horfið frá haftabúskap, sem átti sér enga hliðstæðu nema í ráðstjórnarríkjum kommúnista. Hægt og bítandi unnust frelsissigrar vegna einarðrar baráttu Sjálfstæðisflokksins – í litlum og stórum málum. Ungir sjálfstæðismenn fóru fremstir í flokki undir kjörorðinu Báknið burt. Einokun ríkisins á útvarps- og sjónvarps- rekstri var afnumin eftir áralangar tilraunir. Sala á áfengum bjór var leyfð, einkareknum háskólum komið á fót, afgreiðslutími verslana gefinn frjáls, álögur á einstaklinga og fyrirtæki lækkaðar og skattkerfið einfaldað. Í hverju skrefi var reynt að bregða fæti fyrir frelsið. Í borgarstjórn töldu vinstri menn að betra væri að koma á fót sérstakri „neyðarverslun“ en leyfa fólki að kaupa í matinn þegar það hentaði því best. Kjósendur voru með það á hreinu fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stóð; takmörkuðum ríkisafskiptum, lágum sköttum og auknu frelsi einstaklinganna. Allt samtvinnaðist þetta í áherslu flokksins á fjárhagslegt sjálfstæði ein- staklinganna, byggt var undir séreignastefnu og öflugt almannatryggingakerfi. Margt bendir til þess að hugmyndir kjós- enda um Sjálfstæðisflokkinn séu ekki eins skýrar og áður. Og ekki hjálpar það þeim þegar þingflokkur sjálfstæðismanna ber ekki gæfu til þess að vera samstíga í litlu frelsismáli; afnámi einokunar ríkisins á smásölu áfengis. Hér er því haldið fram að þetta sé ein helsta skýringin á því að ungt fólk er orðið afhuga Sjálfstæðisflokknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.