Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 18
16 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
Píratar taka við keflinu af Sjálfstæðisflokknum
Sögulega hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn staðið sterkt að vígi meðal yngri
kjósenda og var eini flokkurinn
sem gat gert tilkall til þess að vera
kallaður fulltrúi unga fólksins. Árið
2005 sögðust yfir 44% kjósenda á
aldrinum 18 til 39 ára styðja Sjálf-
stæðisflokksins á landinu öllu.
En nú er hún Snorrabúð stekkur.
Yngri kjósendur eru hættir að fylgja
Sjálfstæðisflokknum að máli. Píratar
hafa tekið við keflinu.
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í
júlí nutu Píratar yfir 40% stuðnings
meðal allra aldurshópa 21-35 ára og
yfir 50% kjósenda á aldrinum 24-26
ára eða 3,6-sinnum fleiri en sögðust
styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Píratar hafa jafnt og þétt styrkt
stöðu sína frá nóvember 2014. Í apríl
mældist fylgi þeirra í heild rétt liðlega
30%. Í ágúst var fylgi Pírata komið í
35,9% en stuðningur við Sjálfstæð-
isflokkinn var aðeins 21,6% og hefur
ekki verið minni frá hruni viðskipta-
bankanna 2008.
Sé miðað við niðurstöðu kosninga
2013 hafa Píratar sjöfaldað fylgi sitt.
Árangurinn liggur fyrst og síðast í góðri stöðu
meðal yngri kjósenda. Fylgi Pírata er meira en
Sjálfstæðisflokksins í öllum aldurshópum frá
18 til 44 ára.
Hvar eru frelsismálin?
Saga Sjálfstæðisflokksins er mörkuð baráttu
fyrir auknu frelsi einstaklingsins og hófsemd
í skattlagningu. Undir forystu Ólafs Thors og
Bjarna Benediktssonar [eldri] var horfið frá
haftabúskap, sem átti sér enga hliðstæðu
nema í ráðstjórnarríkjum kommúnista.
Hægt og bítandi unnust frelsissigrar vegna
einarðrar baráttu Sjálfstæðisflokksins – í litlum
og stórum málum. Ungir sjálfstæðismenn
fóru fremstir í flokki undir kjörorðinu Báknið
burt. Einokun ríkisins á útvarps- og sjónvarps-
rekstri var afnumin eftir áralangar tilraunir.
Sala á áfengum bjór var leyfð, einkareknum
háskólum komið á fót, afgreiðslutími verslana
gefinn frjáls, álögur á einstaklinga og fyrirtæki
lækkaðar og skattkerfið einfaldað. Í hverju
skrefi var reynt að bregða fæti fyrir frelsið.
Í borgarstjórn töldu vinstri menn að betra
væri að koma á fót sérstakri „neyðarverslun“
en leyfa fólki að kaupa í matinn þegar það
hentaði því best.
Kjósendur voru með það á hreinu fyrir hvað
Sjálfstæðisflokkurinn stóð; takmörkuðum
ríkisafskiptum, lágum sköttum og auknu frelsi
einstaklinganna. Allt samtvinnaðist þetta í
áherslu flokksins á fjárhagslegt sjálfstæði ein-
staklinganna, byggt var undir séreignastefnu
og öflugt almannatryggingakerfi.
Margt bendir til þess að hugmyndir kjós-
enda um Sjálfstæðisflokkinn séu ekki eins
skýrar og áður. Og ekki hjálpar það þeim
þegar þingflokkur sjálfstæðismanna ber ekki
gæfu til þess að vera samstíga í litlu frelsismáli;
afnámi einokunar ríkisins á smásölu áfengis.
Hér er því haldið fram að þetta sé ein helsta
skýringin á því að ungt fólk er orðið afhuga
Sjálfstæðisflokknum.