Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 66
64 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 „stoltur af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur“. Þessi orð Steingríms standast ekki skoðun. Aðgerðir ríkisstjórnar hans og Jóhönnu Sig- urðardóttur urðu til að framlengja kreppuna hérlendis. Í samkomulaginu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn var upphaflega gert ráð fyrir 10% samdrætti í þjóðarframleiðslu á árinu 2009, samdrátturinn reyndist þó ekki nema 6,5% þegar upp var staðið, sem var álíka og í Þýskalandi sama ár og nærri meðallagi í Evrópu. Hins vegar var samdráttarskeiðið hér innanlands framlengt að ófyrirsynju. Mýmörg tækifæri runnu þjóðinni úr greipum á valdatíma vinstristjórnarinnar, að sumu leyti vegna ein- strengingslegra viðhorfa. Þannig voru tækifæri í virkjun og stóriðju ekki nýtt á kjörtímabilinu og stórkostlega dregið saman í verklegum fram- kvæmdum almennt. Mikið púður fór í hvers kyns gæluverkefni stjórnarinnar á sama tíma og meginmálið – uppbygging efnahagslífsins – sat á hakanum. Hið „pólitíska energí“ fór í að hrinda sósíalískri hugmyndafræði í framkvæmd. Nánast allir skattar á almenning voru hækkaðir til muna og teknir upp nýir skattar, þar með talið eignaskattar, sem víðast hvar hafa verið afnumdir í hinum vestræna heimi. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig- urðardóttur sagði að stjórnin hygðist beita sér fyrir auknu aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum, að settar yrðu siðareglur fyrir ríkisstjórn og stjórnsýslu og að stuðlað yrði að „opinni stjórnsýslu“ og „auknu gagnsæi“. Flest fór þetta á annan veg og víst er að engin ríkisstjórn hefur nokkru sinni haft á sínum snærum jafnmarga spunamenn. Fjölmiðlar voru stanslaust mataðir af upplýsingum sem hentuðu ráðamönnum og gleyptu flestir við þeim athugasemdalítið. Spunatölvubréf, sem fjölmiðlafulltrúi Steingríms J. Sigfússonar hafði sett saman, afhjúpaði brogað siðgæði ráðherranna. Siðareglur stjórnarinnar og há- stemmdar yfirlýsingar um opnari stjórnsýslu, aukið gagnsæi og fleiri slíkar voru aðeins þræðir í spunaverki stjórnarinnar. Víðsfjarri alþýðu landsins Hefði Steingrímur J. Sigfússon náði kjöri sem formaður Alþýðubandalagsins 1995 má telja ólíklegt að komið hefði til stofnunar Samfylk- ingarinnar. Að mörgu leyti voru pólitískar línur skýrari fyrir stofnun hennar og þrátt fyrir að á köflum hafi mikið gengið blandast engum hugur um að Samfylkingin hefur ekki orðið það sameiningarafl vinstrimanna sem að var stefnt. Ljóst var frá upphafi að stuðningsmenn Steingríms J. Sigfússonar vildu fremur taka þá pólitísku áhættu að stofna nýjan róttækan vinstriflokk, sem sannarlega hefur fest sig í sessi. Pólitískur styrkur Steingríms hefur borið þann flokk uppi. Allt fram til loka tuttugustu aldar kenndu vinstriflokkarnir sig við alþýðu landsins og voru að mörgu leyti verkalýðsflokkar, líkt og systur- flokkar þeirra í nágrannalöndunum. Slíkar teng- ingar eru löngu horfnar og forystusveitir þeirra nær eingöngu skipaðar háskólamönnum og fólk úr verkalýðsstétt hvergi sjáanlegt. Enda fór það svo á valdaskeiði ríkisstjórnar Steingríms J. Sigfússonar að hagsmunir íslenskrar alþýðu máttu sín lítils. Skuldabyrði íslenskra heimila og fyrirtækja var beinlínis aukin stórkostlega í þágu erlendra vogunarsjóða. Um leið var kreppan framlengd og dýpkuð. Steingrímur segir hróður sinn hafa borist víða sem ráðherra og þegar leitað sé á veraldarvefnum megi finna nafn hans „með fleiri hundruð þúsund eða milljónir talninga; fast á hæla okkar víðfræga forseta. Nafn þessa sveitastráks hefur því býsna víða ratað“. Mynd: Johannes Jansson /norden.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.