Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 27
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 25
vera þríheilagt með gagnrýninni hugsun og
lýðræðiskröfunni keyrði þarna beinustu leið
útaf. Í einu vetfangi var hugsjónum Pírata
sturtað niður þegar Halldór Auðar Svansson
greiddi atkvæði gegn hagsmunum foreldra og
barna. Samfylkingin á langa sögu að baki með
slíkar svikabrellur, en Píratinn, hvað hafði hann
að óttast við að foreldrar fengju vitneskju um
stöðu skóla barnanna sinna innan skólakerfis-
ins? Þessi atkvæðagreiðsla Píratans var ekki
hvað síst athyglisverð fyrir þær sakir að hún
skipti niðurstöðu málsins engu (HAS er aðeins
varadekk í borgarstjórn sem hefur það hlut-
verk að halda aftur af yfirgangi atkvæðis VG).
Trúverðugleiki Pírata hékk á þessari atkvæða-
greiðslu og því hefði hún átt að skipta þá öllu
máli. Í lognmollu sumarsins hefur málið legið
niðri en með haustinu þurfa Píratar að girða
upp sínar pólitísku brækur. Hvernig ætla þeir
þá að gera kröfu á pólitíska andstæðinga um
gagnsæ vinnubrögð? Benda á Halldór Auðar
sem fyrirmynd?
Ofmetið þrekvirki
Og afrekaskrá Píratar heldur áfram. Píratar
unnu það þrekvirki á síðasta þingi að fá eitt mál
samþykkt. Ekkert smámál en þó ofmetið. Píratar
standa nefnilega í þeirri trú að þeir hafi unnið
gríðarlegan sigur tjáningarfrelsinu til handa
með afnámi 125. gr. almennra hegningalaga.
En í raun var þessi grein, sem kveður á um
refsingar vegna guðlasts, tiltölulega auðveldur
veggur að klífa. Aðeins nokkrir umsagnaraðilar
andmæltu niðurfellingar greinarinnar en þar
sem þeir tilheyra flestir kristnum söfnuðum
voru þeir léttvægir fundnir. Allt frá því að
Nietzshe varð þess áskynja að Guð var ekki
lengur lifandi afl í hinum veraldlega heimi Vestur-
landa hefur rödd kristinnar kirkju orðið sífellt
mjórri. Langvarandi árásir og níð um kristna
trú hafa dregið allan kraft úr kirkjunni hér sem
annars staðar. Á móti kemur að í seinni tíð hefur
rödd trúarbragða „friðar“ frá Miðausturlöndum
orðið sífellt háværari. Andmæli úr þeirri átt
hefðu trúlega fengið meiri hljómgrunn hjá
nefndinni sem fjallaði um málið og hugsanlega
eiga guðlastslögin eftir að taka hælkrók á
Píratana og birtast okkur aftur, þ.e. ef Sádi-
Arabía hefur sitt í gegn með alheims staðal
um guðlast undir verndarvæng Sameinuðu
þjóðanna. Sádar áttu dágóðan sprett þegar
þeir tóku málið fyrst upp og léð forseti Banda-
ríkjanna, Barack Obama því þá stuðning. Aldrei
að vita nema Píratar greiði þá fyrir endurkomu
Kveikjan að frumvarpi Pírata var viðurstyggileg árás á starfsfólk skrifstofu franska vikublaðsins Charlie Hebdoe í París sl.
janúarmánuð, þar sem morðóðir íslamistar myrtu fjölda manns vegna meints guðlasts.
Mynd: Pierre-Selim