Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 48
46 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 „Á meðan ég dvaldist á Nýja-Sjálandi kynntist ég ágætum sósíalistum og ræddi mikið um pólitík á því ári, bæði innanlands- pólitík og stjórnmál almennt.“ Fólkið, sem hann bjó hjá á Nýja-Sjálandi, var úr Verkamannaflokknum þar í landi, en þarna kynntist hann líka skiptinemum frá ýmsum löndum þriðja heimsins og hafði það mikil áhrif á hann. Steingrímur var áhugasamur um náttúru- vísindi og velti því fyrir sér að læra verkfræði, jarðfræði eða búvísindi í Bandaríkjunum eða annars staðar erlendis. Jarðfræðin varð fyrir valinu og lauk hann BS-prófi í þeirri grein frá Háskóla Íslands árið 1981. Hann var orðinn „harður vinstri maður“ þegar hann kom í Háskólann, gekk í Samtök herstöðvarandstæð- inga og starfaði með róttækum stúdentum. Kallið kemur Steingrímur var aðeins 22 ára á fyrsta ári í Háskólanum þegar Stefán Jónsson, alþingis- maður Alþýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra, hringdi til hans og kvaðst þurfa að eiga við hann orð. Hann gekk til fundar við Stefán, en erindið var að bjóða Steingrími fjórða sæti á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Grípum niður í frásögn Steingríms: „Ég var auðvitað hissa því þótt ég væri fylgismaður Alþýðubandalagsins var ég ekki í flokknum. Ég lá á þessu í einn eða tvo daga og sagði svo að ef menn teldu gagn að þá myndi ég slá til og gekk svo í framhaldinu í flokkinn.“ Steingrímur skipaði fjórða sætið á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra árið 1978, en aftur var kosið árið eftir og var hann þá í sama sæti, en tók sér í það sinn frí frá skóla til að sinna kosningaslagnum. Um það fórust honum svo orð: „Mér var þessi kosningabarátta alltaf minnis- stæð og hugleikin, sérstaklega ánægjulegt samstarf við Stefán Jónsson sem ég kynntist mjög vel í þessari kosningabaráttu. Þær minningar eru ógleymanlegar.“ Stefán hafði áður verið landsfrægur útvarps- maður og son hans, Kára í Íslenskri erfðagrein- ingu, þekkir hvert mannsbarn í samtímanum. Steingrímur gegndi hlutastarfi sem jarð- fræðingur á Hafrannsóknarstofnun að loknu BS-prófi í jarðfræði, en ekki leið að löngu þar til hann var valinn úr hópi tuttugu umsækjenda um stöðu íþróttafréttamanns á ríkissjónvarpinu 1982. Sjálfur hafði Steingrímur stundað íþróttir lengi og æfði meðal annars blak með Íþróttafélagi stúdenta. Þjálfari þess var Ígor Leonídovítsj Níkíforov, en hann var yfirmaður KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, hér á landi um þær mundir. Níkíforov varð síðar háttsettur í stjórnkerfinu þar eystra og var í fylgdarliði Míkhaíls Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, á fundi þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta í Höfða 1986. Samhliða störfum á ríkissjónvarpinu var Steingrímur kominn í framhaldsnám í jarðfræði, en árið 1983 dró til tíðinda er hann var valinn til að skipa efsta sæti á lista flokks síns í Norður- landskjördæmi eystra. Þá varð hann að hætta starfi sínu hjá sjónvarpinu og náði kjöri á þing, en var stjórnarandstöðuþingmaður sitt fyrsta kjörtímabil og fram á það næsta. Steingrímur fór því beint úr sjónvarpinu og inn á þing, eins og svo mörg dæmi eru um og aldrei lauk hann framhaldsnámi. Nýkominn á þing sagði Steingrímur í blaðaviðtali við Hallgrím Thorsteinsson á Helgarpóstinum: „Mér finnst þingmenn vera fljótir að verða gamlir og þreyttir. Þeir eldast illa. Þetta er ég mest smeykur við, og ég vona, að þing- mennskan breyti mér ekki á þennan hátt.“ Hann sagði að stemma þyrfti stigu við „gróðahyggju“ og setja „mannleg sjónarmið“ í öndvegi og bætti við: „Mér finnst verið að boða komu nýs Guðs og að Mammoni sé nú sungið meira lof og meiri dýrð en hér hefur áður þekkst.“ Segja má að nýir vindar hafi blásið um þing- sali er Steingrímur stormaði þar inn, en hann amaðist meðal annars við því að þurfa að vera í jakkafötum og með bindi á þingfundum. Ingvar Nýkominn á þing sagði Steingrímur í blaðaviðtali við Hallgrím Thorsteinsson á Helgarpóstinum: „Mér finnst þingmenn vera fljótir að verða gamlir og þreyttir. Þeir eldast illa. Þetta er ég mest smeykur við, og ég vona, að þingmennskan breyti mér ekki á þennan hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.