Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 74
72 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
Triton-hópsins (Nielsen o. fl., 2010b). Söluverð
bankans var í orði kveðnu fimm milljarðar
danskra króna (€670 milljónir), sem var talsvert
lægra en eigið fé bankans, en samt talsvert
hærra en upphæð veðlánsins, sem skilanefnd
Kaupþings skuldaði Seðlabankanum. En aðeins
var greiddur út 1,9 milljarður danskra króna.
Afgangurinn var háður því, hversu miklu
bankinn myndi tapa á útlánum tímabilið 30.
júní 2010 til 31. desember 2014. Á móti ætti
seljandi að njóta þess, fengist gott verð fyrir
fjárfestingasjóðinn Axcel III. Seðlabankanum
til aðstoðar voru JP Morgan og danska lög-
mannsstofan Kromann Reumert. Taldi Már
Guðmundsson seðlabankastjóri, að þessi
niðurstaða væri „ágæt miðað við aðstæður“
(Seðlabankinn, 2010). Fjárfestirinn Christian
Dyvig, sem nú eignaðist 10% í FIH banka, hafði
verið lögfræðingur Kromann Reumert löngu
áður, en síðan starfað hjá fjármálafyrirtækjum
og auðgast svo árin 2003–2009 á fyrirtækinu
Nordic Capital, sem hann rak ásamt félögum
sínum, að hann gat snarað fram sinn hluta af
útborguninni, 190 milljónum danskra króna, en
þurfti ekki að taka lán (Carlsen, 2012).
Hinir nýju eigendur tóku við bankanum í
janúarbyrjun 2011 og biðu ekki boðanna. For-
stjóri lífeyrissjóðsins ATP, Bjarne Graven Larsen,
varð bankastjóri við hlið Henriks Sjøgreens.
Hafist var handa við að minnka veltu bankans,
innheimta lán og afskrifa. Sagði bankinn upp
öllum fasteignalánum, sem hann gat, og þótti
mörgum viðskiptavinum illa með sig farið.
Eftirmaður Larsens hjá ATP, Lars Rohde, leyndi
því ekki í viðtölum við dönsk blöð, að stefna
eigendanna væri að safna öllu hugsanlegu tapi
bankans saman á því tímabili, sem samningurinn
við Íslendingana næði til, fram í árslok 2014.
Kvað hann allt útlit fyrir, að ekki þyrfti að greiða
síðari afborgunina til Íslendinga, sem nema átti
3,1 milljörðum danskra króna. Hann bætti því
við, að Íslendingarnir gætu leyst lánabókina
til sín aftur, ef þeir vildu (Jeppesen, 2011a).
Þegar Børsen leitaði álits Steingríms J. Sigfús-
sonar á þessum ummælum, vildi hann ekkert
láta hafa eftir sér um þau (Jeppesen, 2011b).
Bankastjórarnir tveir, Larsen og Sjøgreen, fengu
vildarkjör við að kaupa hlutabréf og gerðu það
fyrir níu milljónir danskra króna hvor. Þeirra
kjara naut einnig Fritz Suhr, stjórnarformaður
fjárfestingafyrirtækis Dyvigs, en einnig stjórnar-
formaður SAS-flugfélagsins, einkavinur Hinriks
drottningarmanns og forystumaður hóps
kaupsýslumanna, sem studdu stjórnarflokkinn
Venstre fjárhagslega. Keypti hann hlutabréf fyrir
tíu milljónir króna (Sixhøj, 2012). Vorið 2012
fékk FIH banki sérstaka aðstoð frá danska ríkinu,
sem leysti til sín fasteignalán fyrir 17 milljarða
danskra króna. Komst ráðherranefnd Evrópu-
sambandsins að þeirri niðurstöðu, að þetta
jafngilti ríkisaðstoð að upphæð 425 milljónum
danskra króna, sem FIH banki greiddi ríkinu (EU
Commission, 2012; Kirketerp, 2014). Árið 2013
endurgreiddi bankinn ríkinu þann 1,9 milljarð
danskra króna, sem lagður hafði verið inn í
hann fjórum árum áður, og gerði upp öll skulda-
bréf með ríkisábyrgð. Í maí og júní 2014 seldi
bankinn síðan útlánasöfn sín til norðurjósks
banka, Spar Nord, og Nýkredit Bank í Kaup-
mannahöfn og tilkynnti, að hann yrði lagður
niður á næstu árum. Lítið hafði gengið á eigið fé
bankans við þessar aðgerðir allar. Í árslok 2014
var bókfært eigið fé FIH 5.739 milljónir danskra
króna (€769 milljónir) og reksturinn orðinn
sáralítill (FIH, 2015). Þar eð eigendurnir þurftu
ekki að greiða Íslendingunum, sem seldu þeim
bankann, nema 1,9 milljarð danskra króna,
gátu þeir næstu ár gert ráð fyrir að þrefalda
fjárfestingu sína. Christian Dyvig getur búist við
að græða um 400 milljónir danskra króna, um
8 milljarða íslenskra króna, á þessum kaupum
(Theil o. fl., 2014). Bankastjórarnir tveir og Fritz
Schur eiga von á því að hagnast um 20 milljónir
danskra króna hver, um 400 milljónir íslenskra
króna hver.
Eftir situr Seðlabankinn íslenski með sárt
ennið. Þótt hann eigi ef til vill von á einhverju fé
frá Axcel III fjárfestingarsjóðnum, fékk hann ekki
nema €255 milljónir til baka af því €500 milljóna
láni, sem hann veitti Kaupþingi með veði í FIH
Eftir situr Seðlabankinn íslenski með sárt
ennið. Þótt hann eigi ef til vill von á
einhverju fé frá Axcel III fjárfestingar-
sjóðnum, fékk hann ekki nema €255
milljónir til baka af því €500 milljóna láni,
sem hann veitti Kaupþingi með veði í FIH
banka, þótt bókfært eigið fé
bankans við söluna haustið 2010 hafi
verið um €1 milljarður og í árslok 2014
um €769 milljónir. Jafnframt verður að
hafa í huga, að veðið var allsherjarveð.